Ég og framtíðin

36 8. bekkur | 2. HLUTI Hvers vegna vinnum við? 1 Fyrir samfélagið Áætluð skipting útgjalda 2023 m.kr. Heilbrigðismál 319.240 Félags-, húsnæðis- og tryggingamál 276.994 Mennta- og menningarmál 128.620 Samgöngu- og fjarskiptamál 49.063 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla 40.672 Almanna- og réttaröryggi 33.796 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar 29.693 Umhverfismál 27.127 Önnur málefnasvið 130.943 «Afrakstur vinnunnar er velsæld fyrir landið og okkur öll. Vinnan gefur besta möguleika fyrir hvert og eitt okkar til að hafa áhrif á tekjur okkar og velmegun. Vinna er góð fyrir heilsuna. Vinnan gefur okkur tækifæri til þroska og vaxtar, færnieflingar og félags-legra samskipta. Vinnan er einfaldlega góð fyrir okkur og er það sem heldur velferðarsamfélaginu gangandi.» Erna Solberg forsætisráðherra Noregs sagði þetta í ræðu á árlegri ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins í Noregi 9. janúar 2019. Peningarnir sem hið opinbera, þ.e.a.s. ríki og sveitarfélög notar, koma að mestu frá sköttum, gjöldum og því sem ríkið græðir á fjárfestingum. Þetta þýðir að tekjur hins opinbera byggja á því að þau sem hafa tækifæri til, séu í vinnu. Með því að greiða skatt af laununum sínum til ríkis og sveitarfélaga hjálpa þau til við að halda hjólunum gangandi. Árið 2022 greiddi hið opinbera 1.218 milljarða króna vegna útgjalda. Árið 2023 stefnir í að opinber útgjöld aukist í 1.297 milljarða króna og nemur aukningin 78,5 milljörðum króna. Þessum peningum er dreift í margs konar tilgangi sem gagnast fólkinu í landinu. Í töflunni má sjá til hvers peningarnir verða notaðir árið 2023. Hverjir þessara málaflokka hafa áhrif á þig og þitt líf? Leggja þessi fjárframlög sitt af mörkum til að bæta nærumhverfi þitt á einhvern hátt? Hvernig? a b Hvað er skattur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=