Ég og framtíðin

8. bekkur | 2. HLUTI 33 Hvað er vinna? Vinna er geysilega margþætt fyrirbæri sem hefur margar ólíkar hliðar og því getum við ekki gefið einfalt svar við spurningunni: Hvað er vinna? Það er ekki til einn sannleikur um vinnu, heldur margir, sem ræðst af því hver þú ert, hvað þú gerir, hvernig þú gerir það og hvers vegna þú gerir það. • Vinnuaflið er samtala þeirra sem eru starfandi og þeirra sem eru atvinnulaus á aldrinum 16 til 74 ára. Yngri en 16 ára og eldri en 74 ára eru ekki talin með til vinnuaflsins. • Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn á 4. ársfjórðungi 2022 er atvinnuþátttaka 79,5% (212.400 manns) af öllu fólki á aldrinum 16 til 74 ára. • Atvinnuleysi á Íslandi hefur almennt verið lítið undanfarna áratugi og skorti á vinnuafli í ýmsum greinum verið mætt með erlendu vinnuafli. Á 4. ársfjórðungi 2022 voru 700 atvinnulaus, sem eru 3,3 prósent af vinnuafli. Þetta eru tölur sem breytast yfir árið. Í hvaða atvinnugreinum störfum við? Yfirlitið sýnir fjölda þeirra sem starfa eftir atvinnugreinum á Íslandi. Um 1900 vann mikill meirihluti fólks í frumatvinnugreinum, þ.e. landbúnaði og við fiskveiðar. Árið 2022 sjáum við að fjöldi starfandi eftir atvinnugreinum hefur gjörbreyst. Nú starfar meirihluti vinnandi fólks við þjónustu, til dæmis vegna verslunar og viðskipta, ferðamála eða opinberrar starfsemi. Ræðið í hóp: Hverjar gætu verið ástæður þess að fjöldi starfa í hinum ýmsu atvinnugreinum hefur breyst svo mikið á síðustu hundrað árum? Hvaða ástæður eru fyrir því að fólk er atvinnulaust á Íslandi? a b 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Landbúnaður, skógrækt og … Framleiðsla og námugröftur Veitustarfsemi Byggingarstarfsemi og … Heild- og smávöruverslun, … Flutningar og geymsla Rekstur gististaða og veitingarrekstur Upplýsingar og fjarskipti Fjármála- og vátryggingastarfsemi Fasteignaviðskipti Ýmis sérhæfð þjónusta 79 Ferðaskrifstofur, … Opinber stjórnsýsla, … Menningar-, íþrótta- og … Ferðaþjónusta og tengdar greinar Skapandi greinar 8.300 18.000 3.100 15.900 24.000 13.000 11.000 9.800 6.000 1.100 18.200 2.200 64.500 8.100 22.400 15.000 Fjöldi eftir atvinnugreinum 2022

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=