Ég og framtíðin

28 8. bekkur | 1. HLUTI Þægindaramminn • Orðalagið „að stíga út fyrir þægindarammann“ er hægt að nota við ýmsar aðstæður, sem þú getur þjálfað þig í að ná tökum á: að halda fyrirlestra, hitta nýtt fólk, klífa brekku, læra nýja og erfiða hluti, biðja einhvern um eitthvað og margt fleira. Innan þægindarammans er þægilegt að vera, en maður lærir fátt nýtt. • Allt sem þú gerir er annað hvort innan eða utan ákveðins þægindaramma. Hvar mörkin liggja snýst oft um hvernig þú hugsar og hvað þú heldur að þú ráðir vel við. Til að víkka út þægindarammann þarftu að ögra þínum eigin takmörkunum og taka áhættu. Slíkt krefst hugrekkis. • Að taka slíka áhættu snýst ekki um að gera eitthvað hættulegt eða heimskulegt heldur að gera hluti sem þú kvíðir eða forðast í daglegu lífi. Að ná tökum á slíku getur auðveldað líf þitt svolítið og líka verið gott fyrir sjálfstraustið. • Þú getur æft þig í að víkka út þægindarammann, einfaldlega með því að ákveða að gera það. • Á myndinni sérðu að það þarf oft fleiri en eina tilraun til að stækka þægindarammann. Stundum er hægt að gera það í færri en þessum fjórum tilraunum sem sýndar eru, en í öðrum tilfellum jafnvel fleiri. • Þú getur verið opin/n fyrir aðstæðum sem þú hefðir áður forðast, en gætir mætt með opnum huga og þá um leið velt fyrir þér viðbrögðum þínum. Hverju kvíðirðu og hvað forðastu venjulega að gera? Hvað getur þú gert til að víkka út þægindarammann í slíkum tilfellum? a b Þægindarammi Fyrsta tilraun Önnur tilraun Þriðja tilraun Fjórða tilraun Nýr þægindarammi Lestu söguna Þægindasvæði. Hugleiddu boðskap sögunnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=