Ég og framtíðin

26 8. bekkur | 1. HLUTI Hvað getum við lært af styrkleikum annarra? Veldu einhvern aðila til að kanna frekar. Það getur verið raunveruleg eða ímynduð manneskja – einhver sem er á lífi, eða einhver sem er látin/n, jafnvel fyrir löngu. Ekki hika við að velja einhvern sem þú hefur lært um í öðrum námsgreinum. • Hvað er það sem þér líkar við þessa manneskju? • Hvaða drauma heldurðu að viðkomandi hafi dreymt sem ung manneskja? • Hvað hefur viðkomandi gert til að ná draumum sínum og markmiðum? • Hvaða eiginleika heldurðu að viðkomandi hafi? • Hvernig birtast þessi einkenni öðrum? • Hvaða gildi heldurðu að þessi manneskja hafi að leiðarljósi í lífi sínu? • Hvaða sérstaka styrkleika hefur viðkomandi? Horfðu á mynd á ensku um námstækni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=