Ég og framtíðin

22 8. bekkur | 1. HLUTI Eiginleikar Til þess að þróa með sér færni til að stýra eigin náms- og starfsferli er mikilvægt að læra ný orð sem geta lýst eiginleikum þínum og annarra. Það getur til dæmis verið mikilvægt í atvinnuviðtölum, í ýmiss konar samtölum og í tengslum við nám og alls kyns ritaðan texta. • Lestu fyrst í gegnum öll orðin í töflunni. Merktu við þau orð sem þú þekkir ekki. Biddu kennarann um útskýringar á óþekktu orðunum. • Svaraðu verkefnunum með einum bekkjarfélaga. Dragðu hring um allt að tíu einkenni sem þú telur að segi eitthvað um þig. Af þessum tíu einkennum skaltu velja þau fimm sem þú telur að muni skipta máli þegar þú leitar að vinnu eða ferð út í atvinnulífið. Merktu þau með stjörnu. Hvernig skilur þú þessa fimm stjörnumerktu eiginleika? Segðu bekkjarfélaga frá þeim tíu eiginleikum sem þú hefur sett hring utan um. Eigið þið einhver sameiginleg einkenni? Ef svo er skrifaðu niður þau sem eru sameiginleg. a b 1 Eiginleikar þínir c greinandi snjöll sjálfstætt ábyrg getur hlustað sjálfsvitund vinnusiðferði tryggur þjónustulund ákafur markviss góð hæfileiki til samskipta umhyggjusamur þrjósk sveigjanleg fræðandi skipulagður góður í að byggja upp tengslanet jákvæð trú gamansöm afkastamikil þolir streitu ekki upptekin af eigin metnaði frakkur þolinmóð framtakssamur áreiðanleg félagslynt greind sölumiðaður óþolinmóð d e

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=