40709 Ég og framtíðin – verkefnabók í náms- og starfsfræðslu inniheldur texta og verkefni sem er ætlað að aðstoða við námsvalið sem þú stendur frammi fyrir að loknum 10. bekk. Þú lærir vonandi bæði ýmislegt um þig sem manneskju samhliða því að öðlast meiri þekkingu á þeim fjölmörgu leiðum sem standa til boða. Í náms- og starfsfræðslu kannar þú eigin áhuga, styrkleika og færni í tengslum við þann náms- og starfsferil sem er framundan. Verkefnabókin er hugsuð fyrir nemendur í 8.–10. bekk. Hún er íslensk þýðing og staðfærsla norska efnisins Min framtid – arbeidsbok i utdanningsvalg. 8. bekkur • Lífsleikni og sjálfsþekking • Atvinna og störf 9. bekkur • Lífsleikni og sjálfsstjórn • Náms- og starfsferillinn þinn nú og til framtíðar 10. bekkur • Lífsleikni og náms- og starfsferillinn þinn • Framhaldsskólanám og leiðin áfram Þýtt og staðfært: Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=