Ég og framtíðin

157 10. bekkur | 2. HLUTI Frumkvöðlastarf Hönnunarhugsun getur verið hluti af vinnu frumkvöðla. Kannski færðu hugmynd sem þú getur þróað áfram og orðið frumkvöðull? Til að geta sagt að þú hugsir eins og frumkvöðull, eru nokkrir eiginleikar mikilvægir. Frumkvöðulshugsun einkennist af skýrum og raunhæfum markmiðum. Sum markmiðin kunna að vera illviðráðanleg. Frumkvöðullinn þekkir sjálfan sig vel, býr yfir sjálfsöryggi og áhuga, er reiðubúinn að leggja hart að sér og jafnvel taka meðvitaða áhættu af og til. Frumkvöðlar hlusta á aðra og eru óhræddir við að reyna, jafnvel þótt hlutir geti mögulega misheppnast. Góður frumkvöðull þróar og þjálfar eftirfarandi hæfni: Persónulegir þættir Ég þjálfa persónulega hæfni mína með því að: • standa fyrir og taka virkan þátt í ólíkum verkefnum • hafa mínar eigin skoðanir og vinna eins og allt sé mögulegt • láta reyna á hugmyndir og hafa frumkvæði að verkefnum ein/n eða með öðrum • vinna út frá eigin sjálfsmynd óháð menningunni í kringum mig • nýta eigin mistök/misskilning eða annarra til góðs í áframhaldandi vinnu Verkfærni Ég þjálfa verkfærni með því að: • vega og meta óvissu og áhættu í tengslum við verkefnin fram undan • skipuleggja og sinna verkefnum í samstarfi við aðra • vinna með samstarfsfólki úr ýmsum áttum • kynna verk mín fyrir öðrum • finna til samstarfs, fólk sem ég þekkti ekki áður, en getur hjálpað til • meta hvernig hugmyndum verður best komið á framfæri Sköpunargáfa Ég þjálfa sköpunargáfuna með því að hugsa skipulega: • nýta þekkingu bæði úr skóla og samfélaginu samhliða • reyna ólíkar hugmyndir þegar ég stend frammi fyrir praktísku/hagnýtu vandamáli • meta kosti og galla • nýta skilningarvit og eigin tilfinningar á skapandi hátt • eiga drauma, framtíðarsýn og markmið Stóra samhengið Hæfni til að sjá hlutina í stærra samhengi fæst með því að: • bera saman ólíka menningu og lífshætti • ræða við aðra um minn eigin skilning á heiminum • velta fyrir sér áhrifum hnattvæðingar • gera áætlanir varðandi eigin náms- og starfsferil • útbúa einfaldar fjárhagsáætlanir • greina þau úrræði sem ég bý yfir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=