Ég og framtíðin

155 10. bekkur | 2. HLUTI Frumgerð: Hér er sniðugt að varpa fram nokkrum þeirra hugmynda sem þú hefur fengið á fyrri stigum. Ef þú festist í einni ákveðinni lausn gætirðu misst af tækifæri til að taka frumgerðina í mismunandi áttir. Teymið getur til dæmis kosið um þrjár bestu hugmyndirnar til að taka á næsta stig. Þegar þú býrð til frumgerðir er stefnan að enda með eitthvað sem hægt er að prófa og beinlínis nota. Þetta eru nokkrir kostir þess að smíða frumgerðir: • Þú færð hugmyndir og leysir vandamál. • Þú hefur samtal um það sem þú ert að gera. • Það er óhætt að gera mistök. • Þú prófar mismunandi leiðir/möguleika. • Þú hefur stjórn á lausnarferlinu. Prófun: Frumgerð og prófun eru tvö skyld ferli sem fléttast oft saman. Einnig getur skipt sköpum að skipuleggja prófunina vandlega áður en frumgerðin er kynnt. Ef þú hefur hugsað vel um hvernig prófunin muni fara fram, færðu enn betri og gagnlegri endurgjöf. Áherslan á ekki að vera á það hvort notanda líkar eða mislíkar við frumgerðina. Kannaðu hvað þú getur lært og spyrðu gagnlegra spurninga til að finna frekari möguleika til umbóta. Hvers vegna? Hvað? Hvernig? Hvenær? • Þú prófar þig áfram til að gera frumgerðina og lausnina enn betri. • Þú lærir meira um notandann í prófunarhlutanum. • Þú bætir leiðina að lausninni. • Þú ferð aftur í að skipuleggja og þróa. • Hugmyndir eru nýttar til að æfa ferlið. Lestu söguna Tveir steinar sem fjallar um að hugsa öðruvísi í krefjandi aðstæðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=