Ég og framtíðin

151 10. bekkur | 2. HLUTI 18 Ég tók ákvörðun um val á námi upp á eigin spýtur, og byggi það á mínum eigin hugmyndum. 19 Ég valdi námsbraut, þar sem ég get staðið mig vel í öllum greinum. 20 Ég hafði lengi verið ákveðin í vali mínu. 21 Ég er frekar þreyttur á skólanum svo að ég valdi verklegt nám, frekar en mjög fræðilegt. 22 Ég held að ég hafi aldrei alveg vitað hvað ég vil verða og ég veit það reyndar ekki enn. 23 Þó að ég hafi mörg áhugamál hef ég bara óljósa hugmynd um hvað ég vil verða. 24 Það var reyndar frekar auðvelt fyrir mig að velja námsbraut, þar sem ég gat valið nám sem mér líkar vel. 25 Ég sé ekki eftir að hafa valið þessa námsbraut, því ég er viss um að ég muni blómstra vel í því umhverfi, með fólki sem hefur sama áhuga. 26 Ég var alveg ákveðin í að velja bóknámsbraut, því ég stefni á frekara nám að loknum framhaldsskóla. 27 Ég afþakkaði nám í skólum sem mér leist ekki vel á. 28 Ég komst að niðurstöðu um val á námi með því að nota útilokunaraðferð. 29 Mér hefur aldrei fundist að einhver ein námsbraut hentaði mér fullkomlega. 30 Ég þurfti stærri skóla og fjölmennara umhverfi, sem varð til þess að ég valdi einn skóla fram yfir annan. 31 Ég valdi skóla út frá því hvað hentaði mér best. 32 Í vali mínu hafði ég í huga hvert góður vinkona/vinur ætlaði að fara. 33 Mér finnst gaman að fást við verklega hluti og valdi nám sem er mikið til hagnýtt. 34 Ég hef lengi vitað hvað ég vildi læra og vinna við. 35 Ég varð fyrir áhrifum frá systkinum mínum við val á námi í framhaldsskóla, þar sem þau sögðu frá reynslu sinni af námsbrautum og skólum. 36 Samtölin við foreldra mína urðu til þess að ég valdi annað nám en ég hafði hugsað mér í upphafi. Settu fullyrðingarnar í rammana á bls. 152. Byrjaðu á fullyrðingum sem þú hefur merkt með A. Veldu þá fullyrðingu sem þér finnst eiga best við og settu hana í reitinn merkt með +4 á eyðublaðinu. Farðu yfir staðhæfingarnar sem þú hefur merkt með B. Veldu þá fullyrðingu sem þú ert síst sammála og settu í reitinn merkt með –4 á eyðublaðinu. Skoðaðu aftur staðhæfingarnar merktar með A. Veldu nú tvær sem þú ert mjög sammála en á sama tíma aðeins minna sammála en það sem þú setur á +4. Settu þessar tvær fullyrðingar á +3 í eyðublaðinu. Nú skaltu skoða aftur fullyrðingarnar merktar B og finndu tvær fullyrðingar sem þú ert aðeins minna ósammála en þessi sem þú settir í –4. Settu þær á –3 í eyðublaðinu. Vinnið á sama hátt inn á við í átt að miðju blaðsins, þar til búið er að setja staðhæfingar í alla reiti eyðublaðsins. Þá muntu eiga nokkrar fullyrðingar eftir. Vertu alveg viss um að valið sé eins og þú vilt hafa það. Segðu bekkjarfélaga hverjar eru helstu ástæður fyrir vali þínu. a d b c e f

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=