Ég og framtíðin

149 10. bekkur | 2. HLUTI Viðbótarnám til stúdentsprófs Ef þú ert með nám af iðn- eða verknámsbraut, með eða án sveinsprófs, er alltaf hægt að bæta við almennum bóknámsgreinum til að uppfylla kröfur til frekara náms á háskólastigi. Hverjir þurfa á viðbótarnámi til stúdentsprófs að halda? Hvaða almennu námsgreinar þarftu að taka til viðbótar iðn- eða verknámi til að fá stúdentspróf? Skrifaðu nöfnin á nokkrum iðn- og verknámsbrautum sem þú veist um. Ræðið eftirfarandi staðhæfingu: • Þú gætir átt jafngóða möguleika á vel launuðu starfi innan iðngreina og í starfi þar sem krafist er háskólamenntunar. Meistararéttindi Hægt er að bæta við sig meistararéttindum í þeim iðngreinum sem lýkur með sveinsprófi. Meistaranám veitir þér hæfni í stjórnunar- eða millistjórnendastöður og gefur þér færni til að stofna eigið fyrirtæki. Notaðu Næstaskref.is og Námogstörf.is og/eða heimasíður framhaldsskólanna til að finna svör við þessum spurningum: a b c d Margt iðn- eða starfsmenntað fólk kýs að starfa á sínu sviði alla ævi, aðrir kjósa frekara nám. Til þess eru ýmsar leiðir. 3 Áframhaldandi nám að loknu iðn- eða verknámi?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=