Ég og framtíðin

148 10. bekkur | 2. HLUTI Starfsmenntun Í iðn- eða verknámi ertu að jafnaði þrjú til fjögur ár í framhaldsskóla með vinnustaðanámi eða starfsþjálfun hjá fyrirtæki eða meistara í faginu. Rafræn ferilbók er notuð til að halda utan um námssamninga og framgang vinnustaðanámsins. 1 Upplýsingar um ýmis störf 2 Hvernig kemst þú í starfsþjálfun? Á Næstaskref.is og Námogstörf.is er hægt að finna meira um verklegar greinar. Notið þær upplýsingar og útbúið verkefni fyrir hvert annað, til dæmis: Hvað gerir iðjuþjálfi? Hver eru helstu verkefni grafísks miðlara? a Samhliða framhaldsskólanámi á iðn- eða verknámsbraut er hægt að komast á námssamning og stunda starfsnám hjá fyrirtæki eða meistara. Þú færð þá verklega þjálfun í faginu sem þú hefur áhuga á. Algengast er að námið nái yfir tvö ár. Á þeim tíma ertu nemi og færð greitt strax frá upphafi. Launin hækka venjulega í samræmi við kjarasamninga í viðkomandi fagi. Í starfsþjálfun áttu að geta búist við að vinnustaðurinn • taki vel á móti þér • útbúi áætlun vegna starfsþjálfunarinnar • búi yfir góðu náms- og starfsumhverfi • úthluti þér viðeigandi náms- og starfstengd verkefni • búi yfir starfsfólki sem getur veitt þér persónulegan stuðning og handleiðslu byggða á kunnáttu • búi yfir nauðsynlegum tækjum og búnaði • eigi regluleg samtöl við þig Á vinnustaðnum er búist við að þú • mætir vel í vinnuna • mætir á réttum tíma • sýnir viðfangsefnunum áhuga • getir unnið með öðrum • hafir jákvætt viðhorf gagnvart vinnunni • hafir skipulag á hlutunum Hægt er að fá nemapláss með því að • sækja um nemapláss hjá fyrirtæki á birtingaskrá Menntamálastofnunar. Skólinn þar sem þú stundar nám sér um gerð og staðfestingu námssamningsins og hefur eftirlit með honum. • svara auglýsingum um laus nemapláss og skrifa sjálf/ur umsókn • gera námssamning við fyrirtæki þar sem þú hefur áður unnið eða sem þú þekkir nú þegar • leita til viðeigandi fyrirtækja og spyrja hvort þau hafi áhuga á að taka þig sem nema Hvers vegna heldurðu að launin hækki reglulega? Ræðið í bekknum og finnið svarið. Strikið undir þau orð eða lykilsetningar á þessari blaðsíðu sem þér finnst segja eitthvað mikilvægt um starfsnám á vinnustað. a b Nánar um námsframboð í framhaldsskólum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=