Ég og framtíðin

8. bekkur | 1. HLUTI 13 Örvun • Talað er um tvenns konar örvun sem þú býrð yfir. Annars vegar sjálfvirka örvun og hins vegar viljastýrða. • Hugsunin fer fram í tveimur samhliða kerfum. Annars vegar er það undirmeðvitundin sem vinnur hratt en hins vegar meðvituð hugsun og virkar hægar. • Hraða kerfið vinnur oft á móti því hæga. Að fresta einhverju gefur skjóta en skammvinna umbun. • Örvun snýst um að gera eitthvað sem mun veita umbun til lengri tíma. • Það getur verið hvetjandi að hugsa um og segja frá einhverju sem hefur gengið vel. • Heilinn breytist því að hann er mjúkur. Heili sem ekki hefur verið örvaður notar mikla orku vegna þess að taugamótatengingar eru slakar. Þegar búið er að vinna í einhverju í smá tíma styrkjast tengslin og örvunin magnast. Athygli • Þú ert alltaf meðvituð um hvað er að gerast í kringum þig. Þú hefur bæði sjálfvirka og meðvitaða athygli. Þetta tvennt vinnur oft á móti hvort öðru. • Heilinn er ekki gerður til að gera tvennt í einu, en þú getur lært að einbeita þér betur. • Þegar þú kemur þér upp siðum og venjum hjálpar þú heilanum að einbeita sér betur. • Til að auka einbeitingu skaltu fjarlægja allt sem gæti truflað þig. Horfðu á kynningu á heilanum á vefnum Kvistir, undir líffræði. Heilinn Áhugamál Markmið Örvun Athygli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=