Ég og framtíðin

145 10. bekkur | 2. HLUTI Tónlistarbrautir Sinnir þú tónlist í frístundum? Hefurðu líka áhuga á bóklegum greinum? Slíkt nám á framhaldsskólastigi gefur þér tækifæri til að þroska listrænt áhugasvið þitt enn frekar. Námsframboð getur verið misjafnt eftir skólum en sérhæfing falist í hljóðfæraleik, söng, tónsmíðum eða fræðigreinum tónlistar. Nám í tónlist á framhaldsskólastigi getur verið góður undirbúningur fyrir frekara tónlistarnám en einnig valkostur fyrir fólk sem stefnir að því að hafa tónlist að atvinnu. Í tónlistarnámi er kostur að hafa áður náð góðum tökum á hljóðfæri. Slíkt krefst mikilla æfinga, bæði ein/n og með öðrum, innan og utan skólatíma. Mundu að slíkt nám getur einnig verið góður almennur grunnur að fjölbreyttu framhaldsnámi á háskólastigi. Á einstaka listnámsbrautir kann að vera krafist verklegs inntökuprófs. Sjá nánar. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið stúdent? Veistu hvaða háskólar eru starfandi á Íslandi? a b Háskólanám? Skólar á háskólastigi bjóða bæði upp á nám til bakkalár (BA/BS) – og meistaragráðu (MA/MS). Nám í háskóla getur ýmist miðað að ákveðinni starfsgrein á borð við hjúkrunarfræði, kennslu, lögfræði eða verkfræði eða verið almennara án þess að tengjast einu tilteknu starfi. Sem dæmi geta þau sem hafa lagt stund á sagnfræði orðið kennarar, unnið fyrir bókaforlag eða starfað við blaðamennsku. Námsgráður á háskólastigi Bakkalárgráða: Þriggja ára nám með ákveðinni sérhæfingu. Veitir rétt til náms á meistarastigi. Diplómanám: Oft hálfs til eins árs starfstengt nám, á milli grunnnáms og meistaragráðu. Meistaragráða: Tveggja ára nám að loknu bakkalárprófi. Doktorsnám: Rannsóknarnám sem byggir á meistaragráðu, hvort tveggja fræðilegt og eigin rannsóknir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=