Ég og framtíðin

144 10. bekkur | 2. HLUTI Náttúrufræðibrautir Hefurðu áhuga á raungreinum, tækni og vísindum? Náttúru- og raunvísindabrautir bjóða upp á almennt bóknám með áherslu á stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Slíkar brautir eru ekki síst hugsaðar til undirbúnings fyrir frekara nám í raunvísindum, tæknigreinum eða heilbrigðisvísindum. Náminu lýkur með stúdentsprófi. Áframhaldandi nám á háskólastigi gæti tengst greinum sem krefjast góðrar undirstöðu-þekkingar í raunvísindum og stærðfræði, svo sem verkfræði, tölvunarfræði og líffræði auk heilbrigðis-, tækni- og viðskiptagreina. Sjá nánar. Íþróttabrautir Hefurðu áhuga á íþróttum og hreyfingu? Kannski líka íþróttafræði og tengdum bóklegum greinum? Námsbrautir sem veita tækifæri til líkamlegrar hreyfingar og í leiðinni má öðlast aukna þekkingu á íþróttum og íþróttaæfingum. Áframhaldandi nám á háskólastigi getur leitt til starfa innan greina á borð við sjúkraþjálfun, íþróttasálfræði, einkaþjálfun, íþrótta- og heilsuráðgjöf eða stjórnun í útivist og ferðaþjónustu. Á íþróttabrautum þarf að leggja áherslu á æfingar alla daga, bæði á og utan skólatíma. Um er að ræða námsleið fyrir þau sem vilja sameina skólagöngu sína afreksíþróttum eða fólk sem ekki ætlar sér að hafa keppni í íþróttum að atvinnu en kýs þá áherslu í almennu framhaldsskólanámi. Sjá nánar. Listnámsbrautir Hefurðu áhuga á menningu og listum? Finnst þér gaman að teikna eða búa til hluti úr mismunandi efnum? Hefurðu líka áhuga á bóklegum greinum? Á listnámsbrautum færðu tækifæri til að þróa skapandi hæfileika þína enn frekar. Frekara nám á háskólastigi getur leitt til starfa innan fagsviða á borð við arkitektúr, hönnunargreina, sýningarstjórnar eða list og menningarmiðlunar. Á listnámsbrautum getur komið sér vel að hafa gaman af því að teikna, hafa smekk fyrir fagurfræði, góða litasýn og auga fyrir smáatriðum. Á einstaka listnámsbrautir getur verið verklegt inntökupróf eða óskað eftir ferilmöppu. Mundu að listnám getur einnig verið góður almennur grunnur að fjölbreyttu framhaldsnámi á háskólastigi. Sjá nánar. Nám að loknum framhaldsskóla Almennar námsleiðir framhaldsskóla veita aðgang að frekara námi á háskólastigi. Skiptin úr framhaldsskóla yfir í háskóla tengjast því líka að verða stúdent. Opnar stúdentsbrautir Viltu halda ýmsum möguleikum opnum varðandi bóklegt nám til stúdentsprófs? Á opnum brautum setja nemendur sjálfir saman sitt stúdentspróf eftir áhugasviðum og áformum um framhaldsnám. Því er mikið um val, kjörsviðs- og valáfangar eru breytilegir eftir skólum og slíkar brautir jafnvel ein leið fyrir starfsnámsnemendur til að ljúka stúdentsprófi. Nám á opnum brautum til stúdentsprófs er ekki hugsað sem lykill að fyrir fram ákveðnum greinum á háskólastigi heldur áformum hvers og eins nemenda um áframhaldandi nám. Þær geta því verið góður almennur grunnur að fjölbreyttu framhaldsnámi á háskólastigi. Sjá nánar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=