Ég og framtíðin

143 10. bekkur | 2. HLUTI Sérhæfing í námi Í framhaldsskólanámi þarftu alla jafna að velja ákveðna sérhæfingu innan eins af nokkrum námssviðum: Langar þig að leggja sérstaka áherslu á raungreinar? Eða viltu auka færni þína í tungumálum eða félagsvísindum? Kannski langar þig að vinna í viðskiptageiranum í framtíðinni? Jafnvel við listir, hönnun eða nýsköpun? Með slíkri sérhæfingu öðlast þú góðan almennan grunn fyrir frekara nám á háskólastigi, hér heima eða erlendis. Ef þú átt sérstaka framtíðardrauma ættir þú að kanna vel samsetningu námsins á framhaldsskólastigi út frá því hvert þig langar að stefna síðar. Almennt framhaldsskólanám Eftirfarandi námsleiðir tengjast ekki einhverju tilteknu starfi heldur eru almennt þriggja ára nám á framhaldsskólastigi. Einnig eru í boði þrjár námsleiðir fyrir fullorðna sem stefna að háskólanámi en hafa ekki lokið stúdentsprófi; Háskólabrú Keilis, Háskólagátt Háskólans á Bifröst og Háskólagrunnur Háskólans í Reykjavík. Mála- og hugvísindabrautir Hefurðu áhuga á tungumálum og menningu, til dæmis í tengslum við alþjóðamál eða ferðaþjónustu? Mála- og hugvísindabrautir bjóða upp á almennt bóknám til stúdentsprófs með áherslu á tungumál og hugvísindagreinar. Áframhaldandi nám á háskólastigi gæti tengst greinum sem krefjast góðrar undirstöðuþekkingar á tungumálum, listum, hug- og félagsvísindum eða undirbúningur fyrir störf sem krefjast málakunnáttu svo sem í tengslum við fjölmiðlun, ferðaþjónustu, viðskipti eða utanríkismál. Sjá nánar. Viðskiptabrautir Á viðskipta- og hagfræðibrautum er boðið upp á almennt bóknám til stúdentsprófs með áherslu á greinar á borð við markaðs- og lögfræði, bókfærslu, fjármálalæsi, stjórnun og rekstur fyrirtækja. Slíkar brautir eru ekki síst hugsaðar til undirbúnings fyrir frekara nám á háskólastigi í greinum sem tengjast verslun og viðskiptum. Sjá nánar. Félagsvísindabrautir Félagsvísindabrautir bjóða upp á almennt bóknám til stúdentsprófs með áherslu á greinar á borð við félags- og menntavísindi, uppeldisfræði, listir og menningu, sögu, sálfræði og heimspeki. Áframhaldandi nám á háskólastigi gæti tengst greinum sem krefjast góðrar undirstöðuþekkingar í félags-, hug- og menntavísindum á borð við félagsfræði, sálfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði, mannfræði, fjölmiðlafræði, uppeldisgreinar eða lögfræði. Sjá nánar. Nánar um námsframboð í framhaldsskólum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=