Ég og framtíðin

141 10. bekkur | 2. HLUTI HINDRANIR MÖGULEIKAR Áhugaverðar námsleiðir fyrir þig – önnur umferð Forvitni um framboð á námi að loknum grunnskóla er einn þáttur í því að efla færni til að stýra eigin náms- og starfsferli . Með því að kanna fleiri möguleika og skoða þá vandlega verða ákvarðanir sem þú að lokum tekur, betur ígrundaðar. Í framhaldsskóla er gerður greinarmunur á bóklegu námi og verklegu. Bóklega námið leggur mesta áherslu á fræðilega þekkingu og gefur þér tækifæri til að stunda nám á háskólastigi. Iðn- og verkmenntun leiðir til ákveðins starfs og þú getur bætt við þig viðbótarnámi til stúdentsprófs sem gefur möguleika til að fara í háskólanám. Yfirlitskort yfir framhaldsskólanám á Íslandi Nám af bóknámsbraut leiðir til stúdentsprófs, sem veitir réttindi til háskólanáms. Hér fyrir neðan eru sýndar ýmsar leiðir sem liggja frá grunnskóla (10. bekk) til frekara náms í framhaldsskóla og háskóla. Hvað veist þú um námsbrautir, starfsnám og iðnnám? Skoðaðu vefinn Nám og störf. GRUNNSKÓLI 1.–10. BEKKUR Starfsbrautarnám Próf til starfsréttinda (löggilt iðnám) og önnur lokapróf. Próf til starfsréttinda (iðnmeistarar) og viðbótarnám við framhaldsskóla. Bóknámsbrautir og önnur stúdentspróf. Undirbúningsnám og framhaldsskólapróf. 5.–7. HÆFNIÞREP 4. HÆFNIÞREP 3. HÆFNIÞREP 1.–2. HÆFNIÞREP 1. HÆFNIÞREP HÁSKÓLANÁM

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=