Ég og framtíðin

12 8. bekkur | 1. HLUTI Heilinn Í mannslíkamanum eru um það bil 37.000 milljarðar fruma. Frumur eru minnsta byggingareining allra lífvera og mynda líffæri á borð við bein, hjarta og húð. Aðalhlutverkið leikur einn hópur fruma, en það eru heilafrumurnar. Talið er að í heilanum þínum séu 86 milljarðar tauga- eða heilafruma. Taugafrumurnar mynda ótrúlegan fjölda tenginga í neti sem sendir efna- og rafboð sín á milli á mörg hundruð kílómetra hraða á nokkrum milli-sekúndum. Taugafrumur og helstu hlutar heilafrumunnar • Taugafrumur geta haft margs konar lögun en fundist hafa yfir 200 mismunandi form. • Taugaboðefnin eru röð efna sem gera taugafrumunum kleift að hafa samskipti. • Taugaboðefnin hoppa yfir það örsmáa bil sem er á milli allra fruma og kallast taugamót. • Gripla er móttökuhlutinn sem tekur við upplýsingum inn í frumuna. • Taugasími er sá hluti sem sendir upplýsingar til annarra fruma, sem tengjast. • Tenging taugafruma fer fram í gegnum taugamót. Taugaboðefni Allt sem við gerum stjórnast af taugaboðefnum, bæði sjálfráð og ósjálfráð viðbrögð. Skilaboð frá taugamótunum geta komið af stað eða dregið úr taugaboðefnum. Hér eru nefndar nokkrar tegundir taugaboðefna. Adrenalín myndast við streituvaldandi eða hættulegar aðstæður og kallar á baráttu eða flótta. Noradrenalín stjórnar athygli og hvata til að flýja eða berjast. Serótónín stuðlar að vellíðan og stjórnar verkjum, meltingu og svefni. Dópamín er súperstjarnan meðal taugaboðefna - tengist umbun, gleði og ánægju og gegnir hlutverki í því hvernig við búum til góðar og slæmar venjur. Oxýtósín stuðlar að vellíðan og hjálpar okkur að mynda tilfinningatengsl við aðra - það myndast til dæmis ef þú færð faðmlag, koss eða stundar kynlíf með einhverjum. Það getur einnig haft áhrif á hvernig þú kemur fram við aðra. Testósterón og prógesterón eru karl- og kvenkynshormónin sem gegna hlutverki í því hvernig heilinn þroskast og stjórna litlum en mikilvægum mun á kyneinkennum einstaklinga. Kortisól er streituhormónið sem veldur því að hlutar heilans geta skemmst og eldast hraðar ef þeir verða fyrir miklu álagi. Það getur einnig skapað hindranir í námi. Heilinn og námið • Heilinn er miklu þróaðri en flest fyrirbæri önnur. • Þegar þú ert á unglingastigi grunnskóla geturðu, skrifað um, rætt og lýst lífinu í kringum þig. • Til að læra eitthvað nýtt þarftu að vinna hörðum höndum og endurtaka oft það sem þú ert að læra. • Heilinn getur orðið klárari ef þú hefur trú á eigin getu. • Til að verða virkilega fær í einhverju þarftu að hugsa út fyrir þæginda- rammann. • Þegar eitthvað sem var áður erfitt er orðið auðvelt er það vegna þess að heilinn hefur búið til nýjar tengingar. Heilinn breytist þegar við lærum, alla ævi. Lestu meira um heilann og nám.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=