136 10. bekkur | 2. HLUTI Saga 2: Hinrik Hinrik er 42 ára gamall og starfar á hverfisbarnum, rétt hjá heimili sínu, þar sem hann býr með konu sinni og tveimur börnum. Hann var efnilegur íþróttamaður þegar hann var 18 ára og ætlaði sér að læra íþróttafræði. Til að ná sér í aukatekjur fór hann að vinna á barnum og líkaði svo vel frelsið sem fylgdi starfinu að hann hætti við að fara í nám og hélt sig við það. Vinnutíminn gefur honum tækifæri til að hreyfa sig daglega og eyða miklum tíma með börnunum yfir daginn. Hinrik veltir því stundum fyrir sér hvort hann væri ánægðari ef hann hefði farið í nám. Saga 3: Viktor Viktor er 34 ára. Hann er menntaður jarðfræðingur frá Háskólanum í Ósló í Noregi. Hann valdi að læra jarðfræði vegna þess að hann hafði kennara í framhaldsskóla sem fjallaði á mjög áhugaverðan hátt um jarðfræði. Hann stefndi reyndar á nám í mörg ár, en fékk vinnu á norskum olíuborpalli þar sem hann hefur verið í fimm ár. Honum líkar vel við starfið og þénar vel, en hefur áhyggjur af framtíðarhorfum innan greinarinnar í kjölfar olíukreppunnar sem reið yfir landið. Hann er líka orðinn þreyttur á að vera langtímum í burtu frá konu sinni og tveimur ungum börnum þeirra. Saga 4: Lára Lára er 37 ára og hefur lokið kennaranámi. Hún starfar á fósturheimili þar sem börn á aldrinum 4 til 18 ára geta dvalið, geti þau ekki búið hjá foreldrum sínum. Þegar Lára fór í framhaldsskóla vissi hún ekki hvað hún vildi verða. Hana langaði að vinna með börnum og valdi sér kennaranámið í HÍ með áherslu á yngri barna kennslu. Hún var í starfsþjálfun í 6 ára bekk í grunnskóla, en líkaði ekki að bera ábyrgð á svo mörgum ungum börnum. Lára fékk vinnu á fósturheimilinu þar sem hún hefur starfað síðastliðin 17 ár. Henni líkar starfið mjög vel og finnst hún fá gott tækifæri til að aðstoða og bæta líf barnanna sem eru þar. Lára á sjálf tvö börn, en býr ekki með föður þeirra. Foreldrarnir deila umönnuninni en þegar hún er með börnin getur verið erfitt að komast á réttum tíma til að sækja þau í leikskólann. Lára er meðvituð um að hún hefur oft litla orku til að sinna börnunum eftir langa og erfiða vinnudaga. Hún íhugar af og til að finna sér vinnu sem krefst ekki svo mikils af henni en á sama tíma er hún hrædd við að hætta í starfi sem henni líkar vel.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=