130 10. bekkur | 1. HLUTI Vinnið tvö og tvö saman og hjálpist að við að finna góð svör við spurningunni „Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri?“ Skrifið niður öll svör sem ykkur detta í hug. Skiptið nú um félaga og deilið svörunum ykkar. Bætið endilega við nýjum tillögum. Vinnið aftur saman tvö og tvö, þau sömu og í upphafi. Komið ykkur saman um bestu svörin miðað við öll þau svör sem þið hafið deilt hvert með öðru. Setjið saman lokasvörin ykkar. Verið tilbúin að deila svörunum ykkar með bekknum. a b c d Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður eldri? Í efstu bekkjum grunnskóla erum við mörg áhugasöm og forvitin um eigin framtíð. Þegar þú talar við fólk og það heyrir að þú munir fljótlega klára grunnskólann færðu sennilega oft þá spurningu hvaða námsbraut í framhaldsskóla þú ætlir að velja og hvert þú stefnir. Kannski veistu nú þegar hvað þú ætlar að gera eftir 10. bekk? Verkefnið er hugsað til að draga úr álagi eða þrýstingi í tengslum við náms og starfsval. Mörg finnum við sennilega fyrir óþarfa kröfu um að velja rétt því valið skipti svo miklu máli. Hefur eitthvað breyst frá því að þið unnuð með þetta í 9. bekk (bls. 99)?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=