Ég og framtíðin

128 10. bekkur | 1. HLUTI Lýsandi orð Ísjaki – mannkostir Hér að neðan er listi yfir lýsingarorð sem gætu átt við um þig í mismunandi aðstæðum. Skoðaðu listann. Veldu 5–6 orð sem þér finnst að lýsi þér vel. Láttu vin eða bekkjarfélaga velja 5–6 orð sem hann eða hún telur að lýsi þér vel. Orðin eiga að dreifast í mismunandi flokka á ísjakanum á næstu síðu: Opið: Hér setur þú orðin sem bæði þú og vinur þinn eða bekkjarfélagi völdu. Blint: Í þennan reit seturðu orð sem aðeins vinur þinn eða bekkjarfélagi völdu. Falið: Hér skrifar þú orðin sem bara þú valdir. Óþekkt: Þetta er flokkur fyrir orð sem annað hvort passa ekki til að lýsa þér eða orð sem þú ert ekki viss um að passi við þig núna. a b Listi yfir lýsingarorð sem geta lýst þér við mismunandi aðstæður dugleg margslunginn uppátækjasöm sterkur feimið flinkur sjálfsöruggt greindur stolt spaugsamur hæf áreiðanlegur einræn hljóður mannblendin viðmótsþýður verðug góður yfirveguð kjánalegur klár samúðarfull fróður afslöppuð hvatvís aðlögunarhæf kraftmikill rökvís trúrækin geðþekk kjarkmikil félagslyndur ástrík opinn taugaspennt hugrökk vinalegur bráðþroska móttækilegur ábyrgt rólegur gjafmild hlédrægur forvitin hlýr nærgætin glaðlegur óframfærin sjálfsöruggur vitur hjálpsamur taugaóstyrk sjálfsmeðvitaður fyndin hugljúf kátur hugsjónaauðug athugull tilfinningaríkur þolinmóð hress sjálfstæð skipulagður væmin skarpur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=