Ég og framtíðin

127 10. bekkur | 1. HLUTI 4 Val og manngerðir Hægt er að fara margar leiðir við ákvarðanatöku. Í skýrslu sem kallast Moments of Choice eru dregnar saman rannsóknir á viðhorfum breskra unglinga til náms- og starfsvals. Í skýrslunni eru niðurstöður settar fram sem fimm manngerðir eða aðferðir þegar staðið er frammi fyrir náms- eða starfstengdu vali. Safnarinn: „Ég vil afla eins mikilla upplýsinga og hægt er, og kanna sem flest til að komast að því hver rétta leiðin er fyrir mig.“ Sá staðfasti: „Ég veit hvað ég vil og vinn markvisst að því að finna upplýsingar og rök sem staðfesta valið sem ég hef í huga.“ Á báðum áttum: „Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að velja en verð að finna eitthvað eins fljótt og auðið er.“ Harðákveðin: „Ég veit hvað ég vil og þarf ekki að spá frekar í það.“ Uppgefinn: „Mér er alveg sama, þetta verður bara að koma í ljós.“ Hver þessara manngerða er líkust þér? d i ? ! i ? ! i ? ! i ? ! i ? !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=