Ég og framtíðin

120 10. bekkur | 1. HLUTI ÉG SAMHENGI Reynsluhótelið – mín mörgu hlutverk Ímyndaðu þér að þú sért hótel með mörgum herbergjum. Hvert og eitt herbergi hefur eitt hlutverk, byggt á margs konar reynslu þinni, sem hefur flutt inn og hefur þar búsetu. Þú (hótelið) getur haft mörg mismunandi hlutverk, sum eru mjög virk en önnur eru í bakgrunni. Hlutverk þín þroskast smám saman um leið og þú upplifir nýja hluti í samskiptum við aðra. Hlutverkin eru grunnurinn að þroska þínum og það hvernig þú tekst á við áskoranir. Dæmi: Ég er faðir, kennari, fyrirlesari, rithöfundur, listmálari, tónlistarmaður, stærðfræðingur og YouTuber (samfélagsmiðlari). Þetta er reynsla sem ég get talað oft og mikið um. Auk þess ólst ég upp á sveitabæ þar sem ég tók þátt í sveitastörfum, svo sem smalamennsku, heyskap, girðingavinnu og skógrækt. Þessa reynslu nota ég ekki lengur, mikið í mínu daglega lífi. Á næstu síðu er hótel sem hefur 24 herbergi, samanber fjölda glugga. Hugleiddu þessar spurningar og skrifaðu stutt svör. 1 Gefðu hverju herbergi hlutverk byggt á eigin reynslu 2 Hlutverkin þín Settu eitt hlutverk í hvert herbergi. Teiknaðu gjarnan tákn eða eitthvað sem þú tengir við hvert hlutverk. Hvaða hlutverk skipta þig mestu máli? Hvers vegna? Hvaða hlutverk notar þú mest í daglegu starfi? Geta einhver hlutverk hjálpað þér? Á hvaða hátt? Ef þú manst nokkurn veginn hvenær þú byrjaðir að sinna þessu hlutverki má gjarnan skrifa það líka í gluggann. Veita einhver hlutverk þér styrk? Valda önnur þeirra þér áhyggjum? Eru þetta hlutverk sem þú vildir óska að þú hefðir? Eru einhver hlutverk sem þú vildir ekki hafa? a a b c b d e f

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=