Ég og framtíðin

118 10. bekkur | 1. HLUTI Að setja sér markmið til að vinna að, getur haft mikil áhrif á að þú náir þeim árangri sem þú vilt. SMART markmið eru mjög skýr og geta auðveldað þér að koma auga á hvað þú þarft að gera til að ná settu marki. 1 Þitt SMART markmið SMART markmiðasetning Þetta verkefni krefst þess að þú hafir lokið „Áætlun mín fyrir 10. bekk“ (sjá ítarefni síðu 107). Veldu eitt markmið þaðan og gerðu það að SMART markmiði með því að svara eftirfarandi spurningum: Skýr Markmiðið þarf að vera skýrt og þú þarft að skrifa það niður. Settu þér undir- eða skammtímamarkmið og tilgreindu nákvæmlega hverju þú vilt ná fram. Mælanleg Markmið þarf að vera mælanlegt svo aðþú vitir hvort og hvenær því hefur verið náð. Hvernig geturðu sýnt fram á að markmiðinu hafi verið náð? Aðgerðamiðað Markmiðið þarf að vera svolítið ögrandi og fela í sér áskorun svo að þú hafir eitthvað til að takast á við og vinna að. Hvað hvetur þig sérstaklega til að ná markmiðinu? Hvað gerir það erfitt að ná markmiðinu? Raunhæf Jafnvel mjög metnaðarfullt markmið þarf að vera raunhæft, einnig með tilliti til tíma og þess sem þú hefur úr að spila. Hvað þarf til að ná markmiðinu? Tímasett Markmiðið þarf að vera takmarkað við tíma (dagar, vikur, mánuðir), hvenær er því náð? (Hafðu í huga að mögulega þarftu að vera sveigjanleg og aðlaga tímann ef aðstæður breytast). Hvenær ætlarðu að hafa náð markmiðinu? Að setja sér markmið Skrifaðu í einni setningu: Þetta er það sem ég ætla mér að gera:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=