Ég og framtíðin

116 10. bekkur | 1. HLUTI Þannig greining er gjarnan notuð innan fyrirtækja þegar þau vilja kanna eigin stöðu. Þú notar núna SVÓT greiningu til að finna út þína eigin styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri. Notaðu nokkrar af spurningunum og settu svörin í töfluna. 1 Dæmi um spurningar SVÓT greining Jákvæðir þættir Neikvæðir þættir Styrkleikar Veikleikar • Hvaða hæfni býrðu yfir? • Hvaða sérþekkingu býrðu yfir? • Hvaða hæfileikum býrðu yfir? • Hvaða úrræðum býrðu yfir? • Hverjar eru þínar sterku hliðar? • Hvaða tengiliði hefur þú? • Áttu einhver áhugamál sem skipta þig miklu og gætu verið mikilvæg í tengslum við vinnu, skóla eða frítíma? • Hvað hvetur þig áfram og fær þig til að vilja leggja aðeins meira á þig? • Við hvaða aðstæður finnst þér þú vera hamingjusöm/ samur, eða að þér líði sérstaklega vel? • Í hvaða samhengi gerir þú þitt allra besta? • Hefur þú aðra styrkleika sem þú hefur ekki þegar talið upp? • Hvað takmarkar þig eða heldur aftur af þér? • Vantar eitthvað upp á þá hæfni, reynslu, menntun eða þekkingu sem þú býrð yfir? • Hverjar eru þínar veikustu hliðar? • Í hvers konar aðstæðum finnurðu helst fyrir pirringi eða vanlíðan? • Ertu á einhvern hátt viðkvæm/ur? • Værirðu í framtíðinni til í að búa annars staðar en þú gerir núna? • Er gott jafnvægi milli skóla og frítíma hjá þér? • Hversu áhættusækinn ertu? • Ertu með einhverjar aðrar takmarkanir sem þú hefur ekki skráð sem aðrir gætu hafa tekið eftir? Tækifæri Ógnanir • Hverjir eru styrkleikar og veikleikar þeirra sem þú ert í samkeppni við? • Hvers konar námsleiðir höfða mest til þín? • Hvers konar fólki finnst þér best að vinna með? • Hvers konar starfsumhverfi höfðar mest til þín? • Langar þig að vinna í einkageiranum eða hjá hinu opinbera? • Hefur þú áhuga á að verða yfirmaður eða stjórnandi? • Eru einhverjar uppfinningar, hugmyndir eða ný vinnubrögð sem þú myndir vilja nýta? • Eru einhver laus störf núna eða á næstunni, innan þeirrar atvinnugreinar sem þú myndir helst kjósa? • Getur þú mætt samkeppni eða andstöðu frá öðrum? • Krefst starfssviðið sem þú helst vilt, sérstakrar menntunar eða reynslu? • Hefur þú gert eða sagt eitthvað sem gæti skaðað orðspor þitt á vinnumarkaði? • Hversu líklegt er að kunnátta þín eða þekking úreldist vegna tækninýjunga? • Eru aðstæður tengdar ferðum til og frá vinnu sem þú þarft að taka mið af?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=