Ég og framtíðin

9. bekkur | 2. HLUTI 105 Innan eða utan garðs Útilokun lýsir aðstæðum þar sem einstaklingar eða hópar standa á jaðri samfélagsins, taka til dæmis ekki þátt í atvinnulífinu eða eiga ekki kost á námi. Fyrir því geta verið nokkrar ástæður, svo sem að það vanti upp á tungumálaþekkingu eða menningarlega tengingu við samfélagið. En einnig geta verið aðrar ástæður. Hugtakið útilokun er notað til að lýsa því hvernig einstaklingi eða hópi fólks er mætt af samfélaginu í heild. Það getur til dæmis vísað til þess þegar innflytjendur, eldra fólk, sjúklingar, fatlaðir eða þau sem flosnað hafa frá námi taka ekki eins mikinn þátt í samfélaginu og aðrir – vegna skorts á félagslegum tengslum. Til að koma í veg fyrir að fólk lendi utangarðs yfir lengri tíma, er mikilvægt að sinna forvörnum og byrja snemma svo að allir sem geta, séu í vinnu og leggi sitt af mörkum til almennrar velferðar. Andstæðu útilokunar getum við kallað þátttöku og samfélag. Í því sambandi finnum við allt í senn; orðfæri, gildi, viðhorf og gjörðir sem ástæða er til að rannsaka nánar. Hvað merkja útilokun og þátttaka fyrir þér? Hvað þýða orðin undir hverri mynd? Hvaða skilning leggur þú í þau? Á hvaða hátt er einmanaleiki og útilokun það sama? Hver er munurinn? Hvað getur þú gert til að stuðla að aukinni þátttöku? a c b Útilokun Aðskilnaður Aðlögun Þátttaka Útilokun Aðskilnaður Aðlögun Þátttaka Útilokun Aðskilnaður Aðlögun Þátttaka Útilokun Aðskilnaður Aðlögun Þátttaka Kvikmyndir um að skilja útundan (The Present og Pixar). Lestu söguna Hvolpar til sölu. Hvað getur þú lært af sögunni?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=