Ég og framtíðin

104 9. bekkur | 2. HLUTI BREYTINGAR STÖÐUGLEIKI Framtíðarsýn Í þessu verkefni er skorað á þig að taka afstöðu til mismunandi fullyrðinga um sýn þína á framtíðina. Í daglegu lífi gefst oft ekki mikill tími til að hugsa um slíka hluti. Danskar rannsóknir sýna meðal annars að fæstir nemendur þar í landi tala við jafnaldra sína um framtíðina – jafnvel þó að jafnaldrarnir séu einmitt þeir sem skilja aðstæður best. 1 Einstaklingsverkefni: Hvernig hugsar þú um framtíðina? Þú svarar eftirfarandi 12 fullyrðingum annaðhvort með já eða nei. Engin svör eru réttari en önnur og því er mikilvægt að þú svarir út frá því sem þér finnst. Þegar þú hefur svarað skaltu halda áfram í lið 2 og 3, sem eru þar fyrir neðan. Svar Já Nei 1 Að velja hvert á að stefna að loknum grunnskóla er stór og mikilvæg ákvörðun. 2 Það er mikilvægara að ræða við vinina, um hvaða námsbrautir ég ætti að velja í framhaldsskóla, en við foreldra og aðra fullorðna. 3 Ég hef ákveðið að bíða með að velja starfsvettvang þar til eftir að ég klára framhaldsskóla. 4 Þegar ég byrja í framhaldsskóla finnst mér mikilvægt að hafa gert áætlun um hvert ég stefni. 5 Ég held að ég muni finna heppilegan starfsvettvang, jafnvel þó að ég viti ekki alveg núna hvað ég ætla að verða. 6 Álit annara og stöðutákn eru, eða munu verða, mikilvægir þættir þegar ég vel mér starfsvettvang. 7 Að þéna mikla peninga hefur, eða mun hafa, áhrif á hvar ég vel mér starfsvettvang. 8 Áhugamál mín verða mikilvæg undirstaða þegar ég vel mér námsleið eða starf. 9 Atvinnutækifæri innan mismunandi starfssviða eru mikilvægur þáttur í vali mínu á námi eða starfi. 10 Að finna „rétta starfið“ er mjög mikilvægt fyrir mig til að öðlast hamingju. 11 Einkunnirnar mínar ákvarða hvort ég geti átt hamingjusamt líf. 12 Ég mun taka að lágmarki eins árs hlé frá námi þegar ég lýk framhaldsskóla. 2 Hvernig hugsa aðrir um framtíðina? Eftir að hafa svarað spurningunum skaltu ræða svörin við samnemendur, í fjögurra manna hópum. Þið þurfið ekki að vera sammála en öll eiga að geta deilt skoðunum sínum. Takið eina spurningu í einu og útskýrið fyrir hinum í hópnum hvers vegna þið svöruðuð já eða nei. Munið að ekki er mikilvægt að vera sammála um eitt rétt svar. 3 Bekkjarfundur: Hugleiðing um framtíðina Í bekknum veltið þið fyrir ykkur þeirri ólíku framtíðarsýn sem fram kom í hópunum. Endið á því að hvert og eitt nefnir einhverja eina staðhæfingu sem því finnst sérstaklega mikilvæg.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=