9. bekkur | 2. HLUTI 101 Þegar þú hefur ákveðið mismunandi kafla á lífsleiðinni, skaltu reyna að setja góðan titil á hvern þeirra. Titlana skrifar þú í bækurnar. Að lokum velur þú þann kafla sem er þér efst í huga núna. Segðu bekkjarfélaga hvað er svona spennandi við þennan kafla. c d Hér er lögð áhersla á það hvernig þú segir bæði sjálfum þér og öðrum frá lífi þínu. Að mörgu leyti ertu höfundur að því sem gerist. Framsetning þín á reynslu og upplifunum hefur mikil áhrif á það hvernig þú berð þig að í lífinu. Á sama tíma eru margir meðhöfundar að sögunum þínum þar sem þær verða alltaf til í samhengi og sambandi við annað fólk.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=