Ég og framtíðin

100 9. bekkur | 2. HLUTI Teiknaðu tímalínu og skiptu henni í þriggja ára tímabil. Nú skaltu ákveða hversu margir kaflar eru í lífsbókinni þinni núna. Með öðrum orðum: Hversu oft hefur þú upplifað eitthvað sem hefur orðið til þess að lífið hefur tekið aðra stefnu eða fengið nýja merkingu? Skrifaðu niður punkta varðandi breytingar á þeim stöðum á tímalínunni þar sem kafli byrjar eða endar. a b Skoðaðu lífsbókina þína Á lífsleiðinni gerist margt og þú öðlast reynslu sem veldur því að lífið tekur nýja stefnu. Með aldrinum áttu eftir að sjá mörg dæmi um þetta: að byrja í skóla, skipta um skóla, byrja í nýjum skóla á öðru skólastigi, byrja að æfa íþrótt, spila á hljóðfæri, taka þátt í leikhópi, uppgötva nýtt áhugamál, verða ástfangin/n, finna kærustu/kærasta, upplifa mat á eigin verkum, taka próf, skólaslit, breytingar á fjölskyldu, eignast börn eða ný systkini, flytja og margt fleira. Þetta og alls konar aðrir hlutir geta gerst sem breyta lífinu. Þú getur hugsað um lífið þitt eins og bók sem samanstendur af mörgum köflum. Hver kafli hefst á mikilvægri upplifun eða atburði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=