Ég og framtíðin

Ég og framtíðin Verkefnabók í náms- og starfsfræðslu Reinhardt Jåstad Røyset og Kjell Helge Kleppestø

Ég og framtíðin verkefnabók í náms- og starfsfræðslu Íslensk útgáfa og staðfæring ISBN 978-9979-0-2821-5 © 2021 Vigmostad & Bjørke AS © 2024 Þýtt og staðfært: Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Ritstjórn: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Yfirlestur og góð ráð: Elísabet Vala Guðmundsdóttir, Rósa Siemsen og Rúnar Helgi Haraldsson Aðstoð og góð ráð við tölfræðigögn: Vignir Örn Hafþórsson Málfarslestur: Ingólfur Steinsson og Magnús Teitsson Umbrot: Menntamálastofnun Ljósmyndir: Shutterstock 1. útgáfa 2024 Menntamálastofnun Kópavogur Min framtid norsk útgáfa © 2021 Vigmostad & Bjørke AS Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2021 ISBN: 978-82-8372-261-1 Grafísk hönnun: John Grieg, Bergen Ljósmyndir: Shutterstock Hönnun á efninu: Fagbokforlaget

Ég og framtíðin Verkefnabók í náms- og starfsfræðslu

2 Inngangur Inngangur Til nemenda Hugmyndin með þessari bók er að hjálpa þér við að taka ákvörðun um næstu skref í námi og/eða velta fyrir þér framtíðaráformum varðandi þátttöku í atvinnulífinu. Slíkt kallast náms- og starfsfræðsla. Bókin er hugsuð fyrir efstu bekki grunnskólans og mun vonandi gagnast á þeim þremur árum þar til þú ferð í framhaldsskóla eða út á vinnumarkaðinn. Gangi þér vel. Til kennara / náms- og starfsráðgjafa Ég og framtíðin hefur komið út í Noregi frá árinu 2004 og verið mikilvægur þáttur í náms- og starfsfræðslu þar í landi. Bókin er byggð upp með hliðsjón af námskrá í greininni, en í Noregi er náms- og starfsfræðsla skyldunámsgrein í 8.–10. bekk. Markmið bókarinnar tengjast því að gera nemendur færari í að taka sjálfstæðar ákvarðanir, auka færni við að stýra eigin náms- og starfsferli og vinna með þverfagleg viðfangsefni á mörkum lífsleikni og náms- og starfsfræðslu. Í hverjum þriggja kafla bókarinnar snýst fyrri hlutinn um að horfa inn á við en sá síðari um það náms- og starfsumhverfi sem við tekur að grunnskóla loknum. Norsku útgáfunni fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar og mikið magn ítarefnis sem hægt er að nálgast á vefsíðunni minframtid.fagbokforlaget.no. Einnig er rétt að benda á bók þeirra Reinhardt J. Røyset og Kjell H. Kleppestø, Utdanningsvalg – karrierelæring og livsmestring þar sem finna má margvíslegar tengingar við efni þessarar bókar. Þó að enn hilli ekki undir sérstaka námskrá í náms- og starfsfræðslu og hún „óburðug námsgrein í íslensku skólakerfi“ er von okkar sú að Ég og framtíðin verði skref í þá átt að búa nemendur „undir frekara nám og starf með markvissri námsog starfsfræðslu, víðtækri kynningu á námi sem er í boði að loknu skyldunámi, kynningu á atvinnulífinu og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu“. (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti 2011). Arnar Þorsteinsson og Arnheiður Gígja Guðmundsdóttir Í kössum neðst á sumum síðum er bent á ítarefni eins og netsíður, meira lesefni, fræðslumyndir eða sögur sem styðja við efni kaflans. Meira af slíku er í vinnslu og bætist við jafn óðum og það verður tilbúið.

3 Tenglar í meira efni Tenglar og ítarefni Í námsefninu eru tenglar sem vísa á frekari upplýsingar og fleiri verkefni. Hér eru einfaldar útskýringar á efninu sem vísað er til: Efnisyfirlit 8. bekkur Lífsleikni og sjálfsþekking . . . . . . . . 5 Atvinnaogstörf . . . . . . . . . . . 31 9. bekkur Lífsleikni og sjálfsstjórn . . . . . . . . . 43 Náms- og starfsferillinn þinn nú ogtilframtíðar . . . . . . . . . . . . 77 10. bekkur Lífsleikni og náms- og starfsferillinn þinn . 107 Framhaldsskólanám og leiðin áfram . . . 135 HINDRANIR MÖGULEIKAR AÐLÖGUN MÓTSTAÐA TILVILJANIR VAL BREYTINGAR STÖÐUGLEIKI ÉG SAMHENGI Vefsíða leiðir á síðu á netinu þar sem finna má frekari upplýsingar. Lesa meira viðbótartexti með meiri upplýsingum en eru í bókinni. Myndband tengill á fræðslumyndir sem styðja við efni kaflans. Klípusaga sögur sem hægt er að velta fyrir sér og ræða í nemendahópnum. Næsta skref lýsingar á fjölbreyttum störfum og námsleiðum.

4 Orðskýringar Náms- og starfsferill: Leið okkar í námi, starfi og lífinu sjálfu. Leikni í að stjórna eigin náms- og starfs- ferli snýst um að skilja og þroska sjálf sig í tengslum við nám, þróa með sér sterka sjálfsmynd og kanna tækifæri til menntunar og þátttöku í atvinnulífinu. Hér er átt við færni við að safna, greina og nota upplýsingar varðandi nám, vinnu og sjálfa/n sig og til að takast á við tímabil í lífinu þar sem breytingar eiga sér stað. Ákvarðanataka og að skilja afleiðingar af eigin vali eru líka hluti viðfangsefnisins. Þessi leikni gerir fólki kleift að fást við breytingar, til dæmis þegar skipt er um skólastig eða vinnu. Staðreyndin er að hvert og eitt mótast af lífsaðstæðum sínum og gjörðum en getur líka haft áhrif á og mótað bæði eigin framtíð og samfélagið. Náms- og starfsfræðsla: Nám sem tengist stjórnun eigin náms- og starfsferils getur bæði átt sér stað sem hluti af skipulögðu námi í skóla eða með óformlegri hætti vegna áhrifa frá fjölskyldu, vinum eða öðrum mikilvægum fyrirmyndum. Einnig getur verið um að ræða sér námsgrein með námsefni og ákveðnum áfanga- og lokamarkmiðum. Skólinn ber þá ábyrgð á kennslunni og innihaldið er skilgreint í námskrá. Á Íslandi er slík fræðsla ekki sérstök námsgrein, heldur fellur undir lífsleikni og samfélagsgreinar, oft í samvinnu við náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjöf: Markmið náms- og starfsráðgjafar eru að efla færni fólks til að takast á við breytingar og taka mikilvægar ákvarðanir sem tengjast vali á námi og starfi. Náms- og starfsráðgjöf felst í aðstoð við fólk til að kanna aðstæður sínar, átta sig á eigin óskum og tækifærum og styðja við ákvarðanatöku og val. Ráðgjöfin fer ýmist fram með einstaklingum eða hópum, oftast staðbundið en einnig á netinu. Náms- og starfsráðgjöf fer víða fram í samfélaginu, hvort tveggja í tengslum við skóla og atvinnulíf. Lífsleikni: Náms- og starfsfræðsla tengist bæði lýðheilsu og lífsleikni á þann hátt að nemendur læra að takast á við bæði meðbyr og mótlæti, áskoranir og umskipti. Með náminu og samspili ólíkra viðfangsefna eiga nemendur að fá innsýn í hvaða þættir eru mikilvægir til að fást við lífið og val á námi og störfum, vera undirbúin fyrir þátttöku í atvinnulífinu, starfsþróun og símenntun ásamt því að þroska með sér jákvæða og sterka sjálfsmynd. Þemu sem tengjast þessum greinum eru lífsstíll, neysla og fjárhagur, gildi, mannleg samskipti, að setja mörk og bera virðingu fyrir öðrum auk þess að geta tekist á við eigin hugsanir og tilfinningar. Orðskýringar

Lífsleikni og sjálfsþekking 8. bekkur, 1. hluti – Leið þín um lífið . . .6 – Störfin sem þú þekkir . .8 – Hvernig fannst þér grunnskólinn, frá 1. til 7. bekkjar? 9 – Sjálfsmatsdagbók . . 10 – Heilaskönnun . . . 11 – Sjálfstal . . . . 14 – Tilfinningar . . . .15 – Að bregðast við aðstæðum 16 –Áhugi . . . . .18 –Höndin . . . . 21 – Eiginleikar . . . . 22 – Eiginleikar dýra . . . 24 – Styrkleikar mínir og kostir . 25 – Hvað getum við lært af styrkleikum annarra? . . 26 – Að vera við stjórn . . 27 – Þægindaramminn . . 28 – Erfiðar aðstæður . . .29 – Sjálfbærni . . . . 30 Áform mín fyrir 8. bekk

6 8. bekkur | 1. HLUTI Leið þín um lífið Í Aðalnámskrá grunnskóla segir: „Nemendur verði búnir undir frekara nám og starf með markvissri náms- og starfsfræðslu, víðtækri kynningu á námi sem er í boði að loknu skyldunámi, kynningu á atvinnulífinu og hvernig nám býr fólk undir fjölþætt störf sem bjóðast í samfélaginu.“ Hvað hefur þú gert nú þegar til að greiða leið þína um lífið? Það getur átt við um eitthvað sem hefur verið erfitt að læra, þú hefur prófað í fyrsta skipti, eða krefjandi eða spennandi reynsla sem þú upplifðir. Kannski varð eitthvað af því til þess að þú skoðaðir tilveruna í nýju ljósi? 1 Tímalínan þín Teiknaðu eða skrifaðu lykilorð eða setningar á tímalínuna til að segja frá því hvenær atburðir í þínu lífi áttu sér stað. Sjáðu fyrir þér nokkrar af þeim leiðum þar sem erfitt var að komast áfram. Hugsaðu um hvað þú gerðir. Hvernig tókstu á við stöðuna, þannig að þú komst smám saman þína leið? a b ÉG FÆÐIST ÁR ÁR ÁR ÁR ÁR ÁR

8. bekkur | 1. HLUTI 7 2 Framtíðardraumar Hvað langaði þig til að verða þegar þú varst yngri? Hver heldurðu að hafi verið ástæðan fyrir því? Hvað langar þig að geta gert að loknum grunnskóla? Hvað langar þig að geta gert eftir að hafa lokið framhaldsskóla? Hvað langar þig núna að geta unnið við í framtíðinni? c d a b

8 8. bekkur | 1. HLUTI Störfin sem þú þekkir Í þessari æfingu notum við ESH aðferð. Hugsaðu um þau störf sem þú þekkir. E S H • Þú byrjar á að skrifa í innsta hringinn, þau starfsheiti sem þér detta í hug. Þetta gerir þú upp á eigin spýtur (E = Einstaklingsvinna). • Ræddu við annan nemanda um störfin sem þið skrifuðuð niður. Skráðu „nýju“ starfsheitin sem þú heyrir um (S = Samvinna). • Að lokum segið þið hinum í bekknum frá þeim störfum sem ykkur tveimur hefur dottið í hug og skrifað niður. Hversu mörg störf koma fram hjá öllum hópnum? (H = Hópvinna). Hvaða ný starfsheiti heyrðir þú um? Veltu fyrir þér: Hvar heyrðirðu um störfin sem þú settir í innsta hringinn? a b Næstaskref.is

8. bekkur | 1. HLUTI 9 BREYTINGAR STÖÐUGLEIKI Hvernig fannst þér grunn- skólinn, frá 1. til 7. bekkjar? Í þessu verkefni segir þú frá skólagöngu þinni, hingað til. Við notum oft sögur til að segja frá okkur sjálfum og því skaltu skrifa stuttar sögur sem fjalla um líf þitt í grunnskóla frá 1. til 7. bekkjar. Hvers vegna valdir þú að skrifa um þetta? Hvers vegna var þetta mikilvægt fyrir þig? a b • Fyrst punktarðu hjá þér nokkur lykilorð. Notaðu svo þessi orð til að skrifa ítarlegri sögu á sérstakt blað, út frá hverri fyrirsögn. • Þegar þú íhugar sögurnar er gagnlegt að velta fyrir sér hvað varð til þess að þú valdir að skrifa um þessi viðfangsefni. Vinirnir mínir Kennararnir mínir Það sem mér líkaði best Það sem mér líkaði verst Hvað fannst þér um breytinguna að skipta yfir á unglingastig af miðstigi grunnskólans?

10 8. bekkur | 1. HLUTI Mánudagur Eitthvað sem ég gerði vel í dag … Í dag var gaman þegar … Ég fylltist stolti þegar ég … Þriðjudagur Í dag tókst mér að … Það var jákvætt í dag þegar … Ég gerði þetta fyrir einhvern … Miðvikudagur Mér leið vel þegar ég … Ég var stolt af einhverjum þegar … Í dag var gaman vegna þess að ... Fimmtudagur Ég var hreykin þegar … Það var jákvætt í dag þegar ég sá … Í dag náði ég … Föstudagur Eitthvað sem ég gerði vel í dag … Ég upplifði jákvæða hluti með … Ég var stolt af öðrum þegar … Laugardagur Í dag var gaman þegar ... Ég gerði „þetta“ fyrir einhvern ... Mér leið vel þegar ég … Sunnudagur Jákvæður atburður sem ég sá í dag, var … Dagurinn í dag var spennandi af því að … Ég var stoltur af einhverjum þegar … ÉG SAMHENGI Sjálfsmatsdagbók Notaðu sjálfsmatsdagbókina til að skrifa niður svör við ókláruðu setningunum hér fyrir neðan. Þegar þú hefur gert þetta í eina viku sérðu breytingar á því hvernig þú bregst við mismunandi aðstæðum. Þetta getur verið gott verkfæri til að sýna hvernig þú hugsar við ólíkar aðstæður. • Dagbókina getur þú notað til að velta fyrir þér og ræða um sjálfsmat. Það geturðu gert annað hvort í hópum eða í samtölum við aðra nemendur. • Þú þarft ekki að skrifa neitt í dagbókina sem þú vilt ekki deila með öðrum. En kannski getur líka verið gott að tala um eitthvað við aðra, sem þú vilt ekki skrifa í bókina?

8. bekkur | 1. HLUTI 11 Heilaskönnun Stundum er því haldið fram að manneskjan noti mun minna en 100 prósent af heilanum. Það er rangt. Heilinn er stöðugt upptekinn við að stýra því sem þú gerir, hugsar og hvernig þér líður, bæði meðvitað og ómeðvitað. • Á myndinni af heilanum eru mörg orð sem lýsa sumu af því sem heilinn fæst við. • Hefð er fyrir því að tala um að vinstra heilahvelið sjái um rökhugsun (sundurgreinandi) en það hægra sjái um skapandi þætti (samþættandi). Nýlegar rannsóknir benda til að þessi hefðbundna tvískipting sé ekki rétt og að önnur svæði heilans geti tekið yfir ef einhver hætta að virka. a b Settu hring utan um þau orð sem þú telur að lýsi þér best. Hvort merktir þú við fleiri orð sem tengjast hægri eða vinstri hluta heilans? Segðu bekkjarfélaga frá því sem kom í ljós. Venjur Varfærni Rökhugsun Innihald Röð Fínhreyfingar Mæling Nútíð og fortíð Vísindaleg færni Skipulagning Smáatriði Tímaskyn Þekking Hlutlaus Umskráning Greinarmerki Raungreinar Skammsýni Skipulag Hlutlaus Málfræði Hljóðminni Bókstafir Stærðfræði Ritun Listar Tölur Munnleg samskipti Staðreyndir Öryggi Reglur og mynstur Greinandi Kerfi Áætlanagerð Tungumál Kóðun Samþætta Rýmisgreind Tekur áhættu Áhyggjulaus Myndir Stóra myndin Draumar Samkennd Hreyfing Samhengi Ævintýraþrá Tilfallandi Samtímis Andagift Heildræn hugsun Ímyndunarafl Sjónminni Möguleikar Tilfinningar Heimspeki Nútíð og framtíð Taktur Óyrt samskipti Stærðir Framsýni Trú Hvatvís Lélegt tímaskyn Tónlist Grófhreyfingar Litir Myndskreytingar List Skapandi Dagdraumar Tákn Tónlist Tákn Hugsa út fyrir boxið Hefur gaman af nýjum upplifunum

12 8. bekkur | 1. HLUTI Heilinn Í mannslíkamanum eru um það bil 37.000 milljarðar fruma. Frumur eru minnsta byggingareining allra lífvera og mynda líffæri á borð við bein, hjarta og húð. Aðalhlutverkið leikur einn hópur fruma, en það eru heilafrumurnar. Talið er að í heilanum þínum séu 86 milljarðar tauga- eða heilafruma. Taugafrumurnar mynda ótrúlegan fjölda tenginga í neti sem sendir efna- og rafboð sín á milli á mörg hundruð kílómetra hraða á nokkrum milli-sekúndum. Taugafrumur og helstu hlutar heilafrumunnar • Taugafrumur geta haft margs konar lögun en fundist hafa yfir 200 mismunandi form. • Taugaboðefnin eru röð efna sem gera taugafrumunum kleift að hafa samskipti. • Taugaboðefnin hoppa yfir það örsmáa bil sem er á milli allra fruma og kallast taugamót. • Gripla er móttökuhlutinn sem tekur við upplýsingum inn í frumuna. • Taugasími er sá hluti sem sendir upplýsingar til annarra fruma, sem tengjast. • Tenging taugafruma fer fram í gegnum taugamót. Taugaboðefni Allt sem við gerum stjórnast af taugaboðefnum, bæði sjálfráð og ósjálfráð viðbrögð. Skilaboð frá taugamótunum geta komið af stað eða dregið úr taugaboðefnum. Hér eru nefndar nokkrar tegundir taugaboðefna. Adrenalín myndast við streituvaldandi eða hættulegar aðstæður og kallar á baráttu eða flótta. Noradrenalín stjórnar athygli og hvata til að flýja eða berjast. Serótónín stuðlar að vellíðan og stjórnar verkjum, meltingu og svefni. Dópamín er súperstjarnan meðal taugaboðefna - tengist umbun, gleði og ánægju og gegnir hlutverki í því hvernig við búum til góðar og slæmar venjur. Oxýtósín stuðlar að vellíðan og hjálpar okkur að mynda tilfinningatengsl við aðra - það myndast til dæmis ef þú færð faðmlag, koss eða stundar kynlíf með einhverjum. Það getur einnig haft áhrif á hvernig þú kemur fram við aðra. Testósterón og prógesterón eru karl- og kvenkynshormónin sem gegna hlutverki í því hvernig heilinn þroskast og stjórna litlum en mikilvægum mun á kyneinkennum einstaklinga. Kortisól er streituhormónið sem veldur því að hlutar heilans geta skemmst og eldast hraðar ef þeir verða fyrir miklu álagi. Það getur einnig skapað hindranir í námi. Heilinn og námið • Heilinn er miklu þróaðri en flest fyrirbæri önnur. • Þegar þú ert á unglingastigi grunnskóla geturðu, skrifað um, rætt og lýst lífinu í kringum þig. • Til að læra eitthvað nýtt þarftu að vinna hörðum höndum og endurtaka oft það sem þú ert að læra. • Heilinn getur orðið klárari ef þú hefur trú á eigin getu. • Til að verða virkilega fær í einhverju þarftu að hugsa út fyrir þæginda- rammann. • Þegar eitthvað sem var áður erfitt er orðið auðvelt er það vegna þess að heilinn hefur búið til nýjar tengingar. Heilinn breytist þegar við lærum, alla ævi. Lestu meira um heilann og nám.

8. bekkur | 1. HLUTI 13 Örvun • Talað er um tvenns konar örvun sem þú býrð yfir. Annars vegar sjálfvirka örvun og hins vegar viljastýrða. • Hugsunin fer fram í tveimur samhliða kerfum. Annars vegar er það undirmeðvitundin sem vinnur hratt en hins vegar meðvituð hugsun og virkar hægar. • Hraða kerfið vinnur oft á móti því hæga. Að fresta einhverju gefur skjóta en skammvinna umbun. • Örvun snýst um að gera eitthvað sem mun veita umbun til lengri tíma. • Það getur verið hvetjandi að hugsa um og segja frá einhverju sem hefur gengið vel. • Heilinn breytist því að hann er mjúkur. Heili sem ekki hefur verið örvaður notar mikla orku vegna þess að taugamótatengingar eru slakar. Þegar búið er að vinna í einhverju í smá tíma styrkjast tengslin og örvunin magnast. Athygli • Þú ert alltaf meðvituð um hvað er að gerast í kringum þig. Þú hefur bæði sjálfvirka og meðvitaða athygli. Þetta tvennt vinnur oft á móti hvort öðru. • Heilinn er ekki gerður til að gera tvennt í einu, en þú getur lært að einbeita þér betur. • Þegar þú kemur þér upp siðum og venjum hjálpar þú heilanum að einbeita sér betur. • Til að auka einbeitingu skaltu fjarlægja allt sem gæti truflað þig. Horfðu á kynningu á heilanum á vefnum Kvistir, undir líffræði. Heilinn Áhugamál Markmið Örvun Athygli

14 8. bekkur | 1. HLUTI Hugsaðu um krefjandi aðstæður sem þú hefur lent í þar sem sjálfstal kom við sögu. Skrifaðu hvað gerðist. Var sjálfstalið jákvætt eða neikvætt? Gefðu dæmi. Gerðir þú eitthvað til að breyta því hvernig þú hugsaðir? Hvað virkaði? Hvað hefðir þú sagt ef vinur eða vinkona væri í þessum sömu aðstæðum? Hvaða fimm atriði eru einkennandi fyrir þig og vinnu þína í kennslustundum? a a b Sjálfstal Sjálfstal köllum við samtalið sem við eigum innra með okkur, með neikvæðum og jákvæðum athugasemdum um okkur sjálf. Þetta samtal hefur mikil áhrif á það hvernig við mætum áskorunum. Jákvætt sjálfstal er lykilþáttur í að takast á við bæði mótlæti og meðbyr. Hér skoðar þú og veltir þessu samtali fyrir þér. 1 Jákvætt eða neikvætt sjálfstal 2 Sjálfstal í kennslu- stofunni c d Lestu söguna Fíllinn og reipið. Hvað getur þú lært af þeirri sögu? Lestu um sjálfstal á vefnum Sterkari út í lífið.

8. bekkur | 1. HLUTI 15 Skrifaðu niður jákvæðar og neikvæðar tilfinningar þínar út frá þeim mismunandi hlutverkum sem þú gegnir í þínu lífi. Dæmið «systir» er til að sýna hvernig hægt er að gera þetta. Þú mátt gjarnan bæta við í dæminu. Að skrifa hvað okkur finnst hjálpar til við að átta okkur á eigin tilfinningum. Deildu með öðrum og síðan bekknum. a b Tilfinningar Hvaða hlutverkum gegnir þú í eigin lífi? Hvaða áhrif hafa þessi hlutverk á tilfinningar þínar? Tilfinningar og mismunandi hlutverk Vertu þinn besti vinur. Tölum um tilfinningar. Hlutverk: Systir Hlutverk: Fýld Kappsöm Vinsæl Pirruð Glaðleg Hlutverk: Hlutverk:

16 8. bekkur | 1. HLUTI AÐLÖGUN MÓTSTAÐA Að bregðast við aðstæðum Í þessari æfingu er unnið í hópum. 1 Aðstæður Veljið að minnsta kosti tvö dæmi til að ræða í hóp. Í dæmi 6 búið þið til ykkar eigið dæmi um aðstæður. Aðstæður 1: Þú bíður í röð eftir afgreiðslu í verslun. Einhver fer inn í röðina fyrir framan þig. Aðstæður 2: Við hliðina á þér í skólastofunni er nemandi sem slær blýanti stöðugt í borðið meðan á prófi stendur. Aðstæður 3: Þú átt í samtali þar sem viðmælandinn er á allt annarri skoðun en þú. Aðstæður 4: Þú sérð á netinu að vinur eða vinkona hefur skrifað um þig athugasemd í smáforriti (appi) sem þú notar oft. Aðstæður 5: Þú safnar fyrir nýjum síma eða öðru snjalltæki en sérð síðan geggjaða skó sem kosta 25 þúsund. Aðstæður 6: …

8. bekkur | 1. HLUTI 17 2 Viðbrögð Hvernig myndir þú bregðast við? Hvað gerir þú og af hverju? Aðstæður Svar 1 Svar 2 Svar 3 Mín viðbrögð Af hverju þessi viðbrögð? Ræðið, veltið fyrir ykkur og komið með mismunandi tillögur að því hvernig hægt er að bregðast við aðstæðunum sem lýst er í verkefni 1. Þið megið gjarnan bæta við blaði til að fá betra pláss fyrir ykkar hugmyndir. Eru einhverjar aðstæður þar sem þið eruð ekki sammála um viðbrögð? Hvernig stendur á því? a b Augnablik. Hugsum málið. Hvernig við stýrum eigin viðbrögðum 1. Stoppa! Hugsa! (Bíða aðeins með svarið) 2. Anda inn og anda út! 3. Þrjú svör eða viðbrögð (ekki segja neitt fyrr en þú hefur hugsað þrjú möguleg svör) 4. Svaraðu

18 8. bekkur | 1. HLUTI Á sólargeislana setur þú öll áhugamál, sem þú manst eftir að hafa átt í gegnum tíðina, núverandi áhugamál og áhugasvið sem gætu verið spennandi í framtíðinni. Þú getur bætt við sólargeislum. Samvinna með bekkjarfélaga. Deilið og ræðið áhugamálin ykkar. Eigið þið einhver sameiginleg áhugamál? Einhver mjög ólík? Eru einhver áhugamálanna tengd vinnu eða atvinnulífi? Hver þeirra? Einhver sem eru bara og verða áhugamál eða tómstundir? a Áhugi 1 Sólargeislar áhugamál b c

8. bekkur | 1. HLUTI 19 2 Áhugi og starfsferill 3 Áhugakönnun Hver af áhugamálunum þínum telurðu að geti komið til góða síðar í námi og starfi? Skrifaðu áhugamálin og hugmyndir þínar um hvernig þau geta hjálpað til á náms- og starfsferlinum. Taktu áhugakönnun hjá námsráðgjafa í skólanum eða á Næstaskref.is Hverjar voru niðurstöðurnar? Hvað hefurðu lært um þig eftir að hafa unnið með áhuga og áhugasvið? a b Starfavísi og áhugakönnun má finna á vefnum á Næstaskref.is

20 8. bekkur | 1. HLUTI ÉG SAMHENGI Tengslanetið mitt Hér áttu að velta fyrir þér tengslum þínum við aðra og hvaðan þau koma. Skoðaðu tengiliðina sem þú hefur næst þér. Hvernig finnur þú að samband ykkar er gott? Er einhver félagsskapur, klúbbar eða starfsemi í nágrenninu sem geta gefið þér tækifæri til að mynda fleiri tengsl eða ná til annarra (beint eða á netinu)? Skrifaðu nöfn fólksins sem þér finnst þú tengjast best, í hringinn næst miðjunni þar sem stendur «ÉG». Skrifaðu við hvern og einn hvaða hópi viðkomandi tilheyrir. Er tengingin við skólann, vegna tómstunda, hópastarf sem þú ert með í, fjölskylduna, vini, netið eða eitthvað annað? b c a d ÉG

8. bekkur | 1. HLUTI 21 Höndin Vinnið tvö saman. Skiptist á verkefnabókum og takið viðtal við hvort annað út frá spurningunum á hverjum fingri. Þegar búið er að fylla í alla reiti lesið þið svörin fyrir hvort annað áður en bókinni er skilað aftur. Fimm orð sem aðrir myndu nota til að lýsa mér: Hvar ég vil vera eftir fimm ár: Staður sem mér líkar að vera á: Fimm hlutir sem ég geri vel: Mikilvæg manneskja í lífi mínu: Höndin tilheyrir:

22 8. bekkur | 1. HLUTI Eiginleikar Til þess að þróa með sér færni til að stýra eigin náms- og starfsferli er mikilvægt að læra ný orð sem geta lýst eiginleikum þínum og annarra. Það getur til dæmis verið mikilvægt í atvinnuviðtölum, í ýmiss konar samtölum og í tengslum við nám og alls kyns ritaðan texta. • Lestu fyrst í gegnum öll orðin í töflunni. Merktu við þau orð sem þú þekkir ekki. Biddu kennarann um útskýringar á óþekktu orðunum. • Svaraðu verkefnunum með einum bekkjarfélaga. Dragðu hring um allt að tíu einkenni sem þú telur að segi eitthvað um þig. Af þessum tíu einkennum skaltu velja þau fimm sem þú telur að muni skipta máli þegar þú leitar að vinnu eða ferð út í atvinnulífið. Merktu þau með stjörnu. Hvernig skilur þú þessa fimm stjörnumerktu eiginleika? Segðu bekkjarfélaga frá þeim tíu eiginleikum sem þú hefur sett hring utan um. Eigið þið einhver sameiginleg einkenni? Ef svo er skrifaðu niður þau sem eru sameiginleg. a b 1 Eiginleikar þínir c greinandi snjöll sjálfstætt ábyrg getur hlustað sjálfsvitund vinnusiðferði tryggur þjónustulund ákafur markviss góð hæfileiki til samskipta umhyggjusamur þrjósk sveigjanleg fræðandi skipulagður góður í að byggja upp tengslanet jákvæð trú gamansöm afkastamikil þolir streitu ekki upptekin af eigin metnaði frakkur þolinmóð framtakssamur áreiðanleg félagslynt greind sölumiðaður óþolinmóð d e

8. bekkur | 1. HLUTI 23 Hvaða eiginleika telur þú að fólk hafi sem sinnir þessum störfum? Bifvélavirki: Atvinnumaður í íþróttum: Garðyrkjufólk: Leigubílstjóri: Kokkur: Vísindafólk: Kennari: Popplistafólk: Hársnyrtir: 2 Eiginleikar og störf Lestu söguna Annað hvort ertu með það, eða ekki. Hvað er hæfileiki og hvað er hægt að læra af sögunni? Horfið á myndband á norsku sem sýnir hvaða framkomu gott er að temja sér að taka með út í lífið þegar þú ferð að vinna.

24 8. bekkur | 1. HLUTI Eiginleikar dýra Hvaða eiginleika tengir þú við þessi dýr? Hvaða störf tengir þú við þessa eiginleika? Dýr Eiginleikar Störf Simpansi Íkorni Hundur Köttur Kamelljón Ljón Snákur

8. bekkur | 1. HLUTI 25 AÐLÖGUN MÓTSTAÐA Styrkleikar mínir og kostir Ef þú áttar þig á því að eigin hugsanir vinna mögulega gegn þér, getur það hvatt þig til að reyna að sjá hlutina á annan hátt eða í öðru ljósi. Ef neikvætt sjálfstal veldur þér vanlíðan, eða hjálpar þér ekki að fá það sem þú vilt, gæti verið gott að skoða málin betur. Ein leið til að byrja að vinna gegn neikvæðu sjálfstali, getur verið að greina eigin styrkleika og kosti. Það mun beina sjónum að því sem skiptir mestu máli. Finndu styrkleika þína og kosti Taktu eftir sjálfstalinu þínu um leið og þú fyllir út svör við mismunandi spurningum. Hlutir sem ég er góð/ur í: Hrós sem ég hef fengið: 1 1 2 2 3 3 Það sem mér líkar við mig sjálfan: Áskoranir sem ég hef sigrast á: 1 1 2 2 3 3 Hlutir sem ég hef hjálpað öðrum með: Hlutir sem gera mig einstaka/n: 1 1 2 2 3 3 Það sem ég met mest í lífinu: Aðstæður þar sem ég gladdi aðra: 1 1 2 2 3 3

26 8. bekkur | 1. HLUTI Hvað getum við lært af styrkleikum annarra? Veldu einhvern aðila til að kanna frekar. Það getur verið raunveruleg eða ímynduð manneskja – einhver sem er á lífi, eða einhver sem er látin/n, jafnvel fyrir löngu. Ekki hika við að velja einhvern sem þú hefur lært um í öðrum námsgreinum. • Hvað er það sem þér líkar við þessa manneskju? • Hvaða drauma heldurðu að viðkomandi hafi dreymt sem ung manneskja? • Hvað hefur viðkomandi gert til að ná draumum sínum og markmiðum? • Hvaða eiginleika heldurðu að viðkomandi hafi? • Hvernig birtast þessi einkenni öðrum? • Hvaða gildi heldurðu að þessi manneskja hafi að leiðarljósi í lífi sínu? • Hvaða sérstaka styrkleika hefur viðkomandi? Horfðu á mynd á ensku um námstækni.

8. bekkur | 1. HLUTI 27 Að vera við stjórn Í þessari æfingu er unnið í hópum. 1 Hverju hefur þú stjórn á? Bæði í skólanum og almennt í lífinu ertu gjarnan innan um marga aðra. Í kennslustofunni og í frímínútum fara fram skipulagðar athafnir og svo gerast hlutir sem eru tilviljanakenndir. Á náms- og starfsferli þínum hefur þú stjórn á sumu en annað er algjörlega óviðráðanlegt. Skrifaðu inn í hringinn það sem þú hefur fulla stjórn á í daglegu lífi. Utan hringsins skrifar þú það sem þú hefur enga stjórn á. a b NEINUM ÖÐRUM … en ég get stjórnað Ég get ekki stjórnað MÉR Hugsunum mínum Orðum mínum Vali mínu Gjörðum mínum Viðbrögðum mínum Framtíðinni minni

28 8. bekkur | 1. HLUTI Þægindaramminn • Orðalagið „að stíga út fyrir þægindarammann“ er hægt að nota við ýmsar aðstæður, sem þú getur þjálfað þig í að ná tökum á: að halda fyrirlestra, hitta nýtt fólk, klífa brekku, læra nýja og erfiða hluti, biðja einhvern um eitthvað og margt fleira. Innan þægindarammans er þægilegt að vera, en maður lærir fátt nýtt. • Allt sem þú gerir er annað hvort innan eða utan ákveðins þægindaramma. Hvar mörkin liggja snýst oft um hvernig þú hugsar og hvað þú heldur að þú ráðir vel við. Til að víkka út þægindarammann þarftu að ögra þínum eigin takmörkunum og taka áhættu. Slíkt krefst hugrekkis. • Að taka slíka áhættu snýst ekki um að gera eitthvað hættulegt eða heimskulegt heldur að gera hluti sem þú kvíðir eða forðast í daglegu lífi. Að ná tökum á slíku getur auðveldað líf þitt svolítið og líka verið gott fyrir sjálfstraustið. • Þú getur æft þig í að víkka út þægindarammann, einfaldlega með því að ákveða að gera það. • Á myndinni sérðu að það þarf oft fleiri en eina tilraun til að stækka þægindarammann. Stundum er hægt að gera það í færri en þessum fjórum tilraunum sem sýndar eru, en í öðrum tilfellum jafnvel fleiri. • Þú getur verið opin/n fyrir aðstæðum sem þú hefðir áður forðast, en gætir mætt með opnum huga og þá um leið velt fyrir þér viðbrögðum þínum. Hverju kvíðirðu og hvað forðastu venjulega að gera? Hvað getur þú gert til að víkka út þægindarammann í slíkum tilfellum? a b Þægindarammi Fyrsta tilraun Önnur tilraun Þriðja tilraun Fjórða tilraun Nýr þægindarammi Lestu söguna Þægindasvæði. Hugleiddu boðskap sögunnar.

8. bekkur | 1. HLUTI 29 Erfiðar aðstæður Ræddu þessi mál við bekkjarfélaga. Hvernig leysir þú úr deilumálum? Hvernig líður þér? Hvað hugsarðu? Hvað getur þú gert? Hvað geturðu sagt? Hver getur hjálpað? Þú kemst að því að einhver í bekknum hefur baktalað þig. Bróðir þinn hefur fengið uppáhalds- skyrtuna þína lánaða í leyfisleysi. Seinna finnurðu gat á erminni. Bekkjarfélagi reynir alltaf að svindla á prófum með því að kíkja á svörin þín. Þú sérð tvo bekkjarfélaga leggja nemanda í einelti. Það er próf í náttúrufræði á morgun og þér finnst þú ekkert skilja. a b c d e Hér má finna fleiri aðstæður þar sem upp kemur ákveðin klípa. Hvað getur þú gert? Klípusögur.

30 8. bekkur | 1. HLUTI BREYTINGAR STÖÐUGLEIKI Sjálfbærni Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) hafa samþykkt 17 heimsmarkmið um sjálfbæra þróun með 169 undirmarkmiðum sem aðildarríkin hafa skuldbundið sig til að vinna að fyrir árið 2030. Á vefsíðu SÞ segir: „Sjálfbær þróun snýst um að huga að þörfum fólks í nútímanum, án þess að eyðileggja tækifæri komandi kynslóða til að sinna sínum þörfum. Sjálfbærni- markmiðin endurspegla þrjár víddir sjálfbærrar þróunar: loftslag og umhverfi, efnahag og félagslegar aðstæður.“ Finnið nánari upplýsingar um heims- markmið Sameinuðu þjóðanna og ræðið þau við bekkjarfélaga. Hvert markmiðanna er mikilvægast fyrir þig, hér og nú? Hvert markmiðanna heldurðu að verði þér mikilvægast eftir 10 ár? Hvernig munu heimsmarkmiðin hafa áhrif á atvinnulífið í framtíðinni? Ræðið málið síðan og veltið fyrir ykkur í stærri námshópum. c a d b SJÁLFBÆRAR BORGIR OG SAMFÉLÖG HREINT VATN OG HREINLÆTISAÐSTAÐA SAMVINNA UM MARKMIÐIN HEIMSMARKMIÐIN Markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun AÐGERÐIR Í LOFTSLAGSMÁLUM ÁBYRG NEYSLA OG FRAMLEIÐSLA Hér getur þú lesið meira um Barnasáttmálann. Hér getur þú horft á nokkur myndbönd um Barnasáttmálann.

8. bekkur | 2. HLUTI 31 Atvinna og störf 8. bekkur, 2. hluti – Þrjáróskir . . . . . . 32 – Hvað er vinna? . . . . . 33 – Teningunum er kastað . . . . 34 – Er þetta vinna? . . . . . 35 – Hvers vegna vinnum við? . . . 36 – Kreditkort – að kaupa dýra hluti . . 38 – Fjögur störf sem þig langar að kynnast . 40 – Hvað þykir mikilvægast í vinnunni? . 41 – Störf og kynjaskipting . . . . 42 Hér getur þú fundið fleiri verkefni tengd störfum.

32 8. bekkur | 2. HLUTI Þrjár óskir Ímyndaðu þér að þú hafir fundið töfralampa sem getur uppfyllt allar óskir þínar. Inn í skýin teiknar þú og skrifar niður allar óskir varðandi menntun, störf og gott líf. Fyrir utan skýin geturðu skrifað niður allt annað sem þér dettur í hug fyrir eigin framtíð. a b Framtíðarmenntun Gott líf í framtíðinni Framtíðarstörf

8. bekkur | 2. HLUTI 33 Hvað er vinna? Vinna er geysilega margþætt fyrirbæri sem hefur margar ólíkar hliðar og því getum við ekki gefið einfalt svar við spurningunni: Hvað er vinna? Það er ekki til einn sannleikur um vinnu, heldur margir, sem ræðst af því hver þú ert, hvað þú gerir, hvernig þú gerir það og hvers vegna þú gerir það. • Vinnuaflið er samtala þeirra sem eru starfandi og þeirra sem eru atvinnulaus á aldrinum 16 til 74 ára. Yngri en 16 ára og eldri en 74 ára eru ekki talin með til vinnuaflsins. • Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn á 4. ársfjórðungi 2022 er atvinnuþátttaka 79,5% (212.400 manns) af öllu fólki á aldrinum 16 til 74 ára. • Atvinnuleysi á Íslandi hefur almennt verið lítið undanfarna áratugi og skorti á vinnuafli í ýmsum greinum verið mætt með erlendu vinnuafli. Á 4. ársfjórðungi 2022 voru 700 atvinnulaus, sem eru 3,3 prósent af vinnuafli. Þetta eru tölur sem breytast yfir árið. Í hvaða atvinnugreinum störfum við? Yfirlitið sýnir fjölda þeirra sem starfa eftir atvinnugreinum á Íslandi. Um 1900 vann mikill meirihluti fólks í frumatvinnugreinum, þ.e. landbúnaði og við fiskveiðar. Árið 2022 sjáum við að fjöldi starfandi eftir atvinnugreinum hefur gjörbreyst. Nú starfar meirihluti vinnandi fólks við þjónustu, til dæmis vegna verslunar og viðskipta, ferðamála eða opinberrar starfsemi. Ræðið í hóp: Hverjar gætu verið ástæður þess að fjöldi starfa í hinum ýmsu atvinnugreinum hefur breyst svo mikið á síðustu hundrað árum? Hvaða ástæður eru fyrir því að fólk er atvinnulaust á Íslandi? a b 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Landbúnaður, skógrækt og … Framleiðsla og námugröftur Veitustarfsemi Byggingarstarfsemi og … Heild- og smávöruverslun, … Flutningar og geymsla Rekstur gististaða og veitingarrekstur Upplýsingar og fjarskipti Fjármála- og vátryggingastarfsemi Fasteignaviðskipti Ýmis sérhæfð þjónusta 79 Ferðaskrifstofur, … Opinber stjórnsýsla, … Menningar-, íþrótta- og … Ferðaþjónusta og tengdar greinar Skapandi greinar 8.300 18.000 3.100 15.900 24.000 13.000 11.000 9.800 6.000 1.100 18.200 2.200 64.500 8.100 22.400 15.000 Fjöldi eftir atvinnugreinum 2022

34 8. bekkur | 2. HLUTI TILVILJANIR VAL Teningunum er kastað 1 Hvers konar náms- og starfsferill? Kastaðu teningi þrisvar sinnum (staðsetning, færni, möguleikar) og finndu út þinn náms- og starfsferil. Teningakast Lýsing á staðsetningu Færni Möguleikar 1 Utandyra UT færni/upplýsingatækni Get ferðast 2 Skrifstofa eða stór bygging Greining og stærðfræði Get þénað mikla peninga 3 Ferðast um Góð í vinnu með fólki Get verið í fjölbreyttum samskiptum 4 Fjölmennt umhverfi Forysta Get hjálpað mörgum 5 Umhverfi með mörgum Líkamlegur styrkur Er mikils metin í samfélaginu 6 Heimsæki marga staði Færni í drama og leiklist Get leyst erfið vandamál Staður Færni Möguleikar 2 Kannaðu vinnu og starfsgreinar Notaðu niðurstöðurnar úr verkefni 1 og skoðaðu vel vinnu og störf sem passa við þessar þrjár lýsingar. Ræddu hvernig þessi tegund vinnu hefði áhrif á þitt líf. a b Möguleg störf Lífsstíll

8. bekkur | 2. HLUTI 35 Er þetta vinna? Hér þarft þú að ákveða hvort verkefnin sem talin eru upp eru vinna eða ekki. Er þetta vinna? Getur einhver fengið greitt fyrir þetta? Mundi þér líka þetta? Verkefni Vinna Ekki vinna Laun Engin laun Já Nei Senda tölvupósta Fara í göngutúr Svara síma Garðvinna Taka myndir Taka til í herberginu þínu Kaupa matvörur Gera heimavinnu Æfa sig á hljóðfæri Ganga úti með hundinn Þvo fötin sín Fara í skólann Gera myndbönd Laga hjólið sitt Þvo bílinn Hlusta á tónlist Skrifa SMS í símann Barnapössun Kaupa föt Strauja föt Þvo upp Spila tölvuleik Skipuleggja veislu með vinum Slá garðinn Stunda íþróttir Akstur Undirbúa máltíð Dæma íþróttakappleik Setja myndir á Instagram • Getur einhver fengið greitt fyrir þetta? • Eru þetta verkefni sem þú vilt vinna?

36 8. bekkur | 2. HLUTI Hvers vegna vinnum við? 1 Fyrir samfélagið Áætluð skipting útgjalda 2023 m.kr. Heilbrigðismál 319.240 Félags-, húsnæðis- og tryggingamál 276.994 Mennta- og menningarmál 128.620 Samgöngu- og fjarskiptamál 49.063 Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla 40.672 Almanna- og réttaröryggi 33.796 Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar 29.693 Umhverfismál 27.127 Önnur málefnasvið 130.943 «Afrakstur vinnunnar er velsæld fyrir landið og okkur öll. Vinnan gefur besta möguleika fyrir hvert og eitt okkar til að hafa áhrif á tekjur okkar og velmegun. Vinna er góð fyrir heilsuna. Vinnan gefur okkur tækifæri til þroska og vaxtar, færnieflingar og félags-legra samskipta. Vinnan er einfaldlega góð fyrir okkur og er það sem heldur velferðarsamfélaginu gangandi.» Erna Solberg forsætisráðherra Noregs sagði þetta í ræðu á árlegri ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins í Noregi 9. janúar 2019. Peningarnir sem hið opinbera, þ.e.a.s. ríki og sveitarfélög notar, koma að mestu frá sköttum, gjöldum og því sem ríkið græðir á fjárfestingum. Þetta þýðir að tekjur hins opinbera byggja á því að þau sem hafa tækifæri til, séu í vinnu. Með því að greiða skatt af laununum sínum til ríkis og sveitarfélaga hjálpa þau til við að halda hjólunum gangandi. Árið 2022 greiddi hið opinbera 1.218 milljarða króna vegna útgjalda. Árið 2023 stefnir í að opinber útgjöld aukist í 1.297 milljarða króna og nemur aukningin 78,5 milljörðum króna. Þessum peningum er dreift í margs konar tilgangi sem gagnast fólkinu í landinu. Í töflunni má sjá til hvers peningarnir verða notaðir árið 2023. Hverjir þessara málaflokka hafa áhrif á þig og þitt líf? Leggja þessi fjárframlög sitt af mörkum til að bæta nærumhverfi þitt á einhvern hátt? Hvernig? a b Hvað er skattur?

8. bekkur | 2. HLUTI 37 Detta þér í hug fleiri ástæður fyrir því að vinna? Geturðu ímyndað þér einhverjar afleiðingar þess að geta ekki unnið? a b 2 Persónulegar ástæður Starf skilar þér tekjum, sem þó eru ekki eini kosturinn við að vera í vinnu. Í starfi geturðu lært eitthvað nýtt og þroskast. Þú kynnist þér betur og því hvernig þú bregst við í mismunandi aðstæðum. Það kemst skipulag á hversdagslífið. Þú upplifir að þú sért að leggja þitt af mörkum, gera gagn og eitthvað sem skiptir máli. Því getur fylgt aukið sjálfstraust, betri sjálfsmynd og sú tilfinning að tilheyra, vera hluti af einhverju. Mikið af tíma þínum fer í samveru með samstarfsfólkinu. Þannig verður vinnan staður þar sem þú eignast vini og finnur fyrir samheldni.

38 8. bekkur | 2. HLUTI Kreditkort – að kaupa dýra hluti 1 Mótorhjólið þitt Þú ert orðin 16 ára og ætlar að kaupa þér mótorhjól. Notaðu leitarvél á netinu til að finna nokkur mótorhjól sem þú gætir hugsað þér að eignast. Heiti hjólsins Árgerð Hversu mikið keyrt Verð Settu möguleikana upp í þessa töflu: Hvernig líður þér með að hafa tekið þessa ákvörðun? Veldu eitt hjól úr listanum og settu fram rök fyrir því vali. a b c

8. bekkur | 2. HLUTI 39 2 Afborganir Þú ákveður að kanna hvað það kostar að kaupa mótorhjólið, ef þú notar kreditkort og borgar lágar fjárhæðir yfir tiltekinn tíma. Reiknaðu út hvað það kostar að skipta greiðslum. Hversu mikið meira kostar að borga hjólið upp á þremur árum? Hverjir væru ársvextirnir þá? Hver væri mánaðarleg afborgun? Út frá niðurstöðum þínum á þessu dæmi – borgar það sig þá að nota kreditkort? Gætirðu notað aðrar leiðir til að hafa efni á að kaupa hjólið? Hversu mikið meira þarftu að greiða ef þú ætlar að borga hjólið upp á einu ári? Hverjir eru ársvextir af kreditkortaláninu? Hver er mánaðarleg afborgun? Hversu mikið meira myndi það kosta ef þú ákveður að borga 10.000 á mánuði þar til lánið er fullgreitt? a b c d NAFN

40 8. bekkur | 2. HLUTI Fjögur störf sem þig langar að kynnast Veldu fjögur störf til að kanna nánar, störf sem þú gætir jafnvel hugsað þér að mennta þig til að sinna. Kannski finnurðu starfsheiti sem þú hefur ekki heyrt um áður? Fyrir hvert og eitt þessara fjögurra starfa áttu að: • nefna fimm eiginleika sem þú heldur að séu mikilvægir til að geta sinnt starfinu vel • nefna fimm eiginleika sem þig grunar að henti ekki í starfinu eða passi ekki við það Veldu eiginleika af listanum á síðu 22 eða bættu við atriðum frá eigin brjósti. Starf: Eiginleikar sem eru mikilvægir í starfinu Eiginleikar sem ekki henta Starf: Eiginleikar sem eru mikilvægir í starfinu Eiginleikar sem ekki henta Starf: Eiginleikar sem eru mikilvægir í starfinu Eiginleikar sem ekki henta Starf: Eiginleikar sem eru mikilvægir í starfinu Eiginleikar sem ekki henta

8. bekkur | 2. HLUTI 41 Hvað þykir mikilvægast í vinnunni? Hvað er það sem veitir manni framgang í vinnunni? Í könnun var hópur fólks spurður hvað það teldi líklegast til að bæta stöðu sína í vinnunni. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkrar af niðurstöðunum. • Einstaklingsverkefni: Hvað hugsar þú um þegar þú heyrir orðið „staða“? • Hvernig öðlast þú framgang í starfi? • Samvinnuverkefni: Deildu hugmyndum þínum með bekkjarfélaga. • Hópverkefni: Skrifið á töfluna nokkrar tillögur að því hvað veitir framgang eða stöðu í vinnunni. Notið þau atriði sem útgangspunkt fyrir frekari umræður um hvað veitir framgang á vinnumarkaði. Atriði sem ýta undir framgang í starfi Dreifing svara 1 Sérþekking eða mikil kunnátta á einhverju sviði 55% 2 Hjálpsemi 35% 3 Gott tengslanet 31% 4 Launakjör 31% 5 Heilbrigð samskipti 31% 6 Vera félagslega virk á vinnustaðnum 18% 7 Starfsheiti 17% 8 Hafa unnið lengi á vinnustaðnum 17% 9 Eiga farsælt einkalíf 13% 10 Vera í góðu líkamlegu formi 9% 11 Vera með nýjustu tæki og tækni (farsími, tölvur) 8% 12 Dýr merkjavara; föt, skór og töskur 6% 13 Fylgjast vel með (t.d. tísku og kvikmyndum) 6% 14 Meðvitund um umhverfismál 5% 15 Staðsetning á vinnustað (nálægt yfirmanni, hornherbergi, útsýni o.þ.h.) 4% 16 Eigið útlit 4% 17 Einkasamskipti við stjórnendur eða yfirmann 3% 18 Aðgengi að fyrirtækisbíl 2%

42 8. bekkur | 2. HLUTI Störf og kynjaskipting Í eftirfarandi töflu eru mörg störf sem skoruðu hátt hjá þeim sem voru spurð. 1 Sendiherra 18 Alþingismaður 35 Gjaldkeri í banka 2 Læknir 19 Verkfræðingur 36 Slökkviliðsfólk 3 Dómari/lögfræðingur 20 Sálfræðingur 37 Félagsfræðingur 4 Prófessor 21 Þáttastjórnandi í sjónvarpi 38 Veðurfræðingur 5 Lögfræðingur 22 Skattstjóri 39 Fyrirsæta 6 Flugmaður 23 Endurskoðandi 40 Flugfreyja 7 Framkvæmdastjóri 24 Vefhönnuður 41 Dagforeldri 8 Vísindafólk 25 Blaðamaður 4 2 Starfsfólk við umhverfisvernd 9 Tæknifræðingur 26 Starfsmannastjóri 43 Gullsmiður 10 Ráðherra 27 Rithöfundur 44 Íþróttakennari 11 Atvinnu-íþróttafólk 28 Flugliði 45 Matreiðslumaður 12 Viðskiptafræðingur 29 Kerfisstjóri 46 Starfsfólk í vinnuvernd 13 Dýralæknir 30 Listrænn stjórnandi 47 Rokktónlistarfólk 14 Ráðgjafi í upplýsingatækni 31 Leikari 48 Hjúkrunarfræðingur 15 Kvikmyndaframleiðandi 32 Prestur 49 Gjaldkeri 16 Tannlæknir 33 Lyfjafræðingur 50 Listafólk 17 Verðbréfamiðlari 34 Lögregla Veldu þrjú störf úr töflunni og kynntu þér þau nánar á Næstaskref.is eða með leit á netinu. Leitaðu uppi æskilega hæfni, menntun og helstu verkefni í hverju starfi fyrir sig. a Eru þarna störf sem þú heldur að séu aðallega unnin af körlum? Merktu þau með einum lit. Hver starfanna eru aðallega unnin af konum? Merktu þau með öðrum lit. Ræðið saman um mögulegar ástæður fyrir kynjaskiptingunni. Berið saman ykkar umræðu og upplýsingar sem þið finnið á netinu um jafnrétti á vinnumarkaði. b d c e Notaðu Næstaskref.is til að kanna störf. Lestu meira um jafnrétti á vinnumarkaði.

9. bekkur | 1. HLUTI 43 Lífsleikni og sjálfstjórn 9. bekkur, 1. hluti – Sjálfstal . . . 44 – Tilfinningar . . .45 – Tilfinningar frá A–Ö . 46 – Tilfinningadagbók . 48 – Hvað er ég að hugsa? Um hvað hugsar þú? . 49 – Varaáætlunin mín . 50 – Tilfinningar annarra . 51 – Tengslanetið mitt . 52 – ABCDE-aðferðin . . 53 –Áhugi . . . . 54 – Eiginleikar og persónueinkenni . . 58 Áform mín fyrir 9. bekk – 24 styrkleikar . . 60 – Sjálfsmynd . . . 65 – Ákvarðanataka – tíu skref að betra vali . 66 – Jafnvægishjólið . . 68 – Hvað ákveða þau að gera? . . . 69 – Samskipti . . . 71 – Venjur þínar . . 72 – Jafningjaleiðsögn og virk hlustun . . 75

44 9. bekkur | 1. HLUTI Sjálfstal Sjálfstal köllum við samtalið sem við eigum innra með okkur, með neikvæðum og jákvæðum athugasemdum um okkur sjálf. Þetta samtal hefur mikil áhrif á það hvernig við mætum áskorunum. Jákvætt sjálfstal er lykilþáttur í að takast á við bæði meðbyr og mótlæti. Hér skoðar þú og veltir þessu samtali fyrir þér. Athugaðu hvað þú hefur skrifað um sjálfstal í 8. bekk. Hvað hefur breyst? Hugsaðu um krefjandi aðstæður sem þú hefur lent í, þar sem sjálfstal kom við sögu. Skrifaðu niður hvað gerðist. Var sjálfstalið jákvætt eða neikvætt? Komdu með dæmi. Gerðir þú eitthvað til að breyta hugsunarhætti þínum? Hvað virkaði? Hvað hefðir þú sagt ef vinur þinn eða vinkona væri í þessum aðstæðum? Nefndu fimm atriði sem einkenna þig og þína vinnu í skólanum. Hvað finnst þér hafa breyst á fyrsta ári í unglingadeild? a a b b c d Horfðu á fræðslumynd á ensku um vaxandi hugarfar. Horfðu á myndband á ensku um líkamstjáningu. 1 Jákvætt eða neikvætt sjálfstal? 2 Sjálfstal í skólastofunni

9. bekkur | 1. HLUTI 45 ÉG SAMHENGI Tilfinningar 1 Tilfinningar og mismunandi hlutverk Hvaða hlutverkum gegnir þú í lífi þínu? Hvernig líður þér í mismunandi hlutverkum? Að skrifa niður hvernig þér líður hjálpar til við að spá í tilfinningar þínar. Notaðu listann á næstu blaðsíðu sem sýnir tilfinningar frá A til Ö. • Þú skrifar þær tilfinningar (jákvæðar og neikvæðar) sem þú upplifir í mismunandi hlutverkum í lífinu, í hringina hér fyrir neðan. Dæmið sýnir hvað þú átt að gera og hægt er að bæta meiru við. • Deildu með bekkjarfélaga og síðan bekknum. • Hefur eitthvað breyst síðan í 8. bekk? Sjá bls. 15. Systir Fýld Vinsæl Kappsfull Pirruð Hress hlutverk... hlutverk... hlutverk... hlutverk...

46 9. bekkur | 1. HLUTI Tilfinningar frá A til Ö Segja má að til séu tíu mismunandi grunntilfinningar: gleði, spenna, undrun, sorg, reiði, andstyggð, fyrirlitning, hræðsla, skömm og sektarkennd. Tilfinningarnar geta svo verið margs konar blæbrigði af grunntilfinningunum. A blíðlynd eftirsóttur glaður hjálpsöm illgjörn andlaus bálvondur F gremjuleg hvekktur illkvittinn afslappaður blygðunarfull feimið gáskafullur hamingjusöm iðrandi andstyggð bóngóð framtakslítil geðvond hæstánægður Í andúð blíður frábært glaðlyndur hlý í uppnámi amalegur beygð forviða geðstór hugsjúkur J agndofa bölsýnn friðsæld greiðvikin hnuggin jákvæð agalegur brjáluð frjáls geðugt hikandi K áköf bráðfjörugur fjandsamlegur góðlátleg hnýsinn kvíðin áhugasamur bráðlynd fjarræn glaðvær hæðnislega kvalinn argur D fokreiður geðstirður hrista upp í kjarklaus afskiptalaus durtsleg fyrirlitlegur grimm hlédræg kappsöm andstyggilegur dapurt fýluleg glettin hæglát kuldalegur aflvana dofin fúllyndur geislandi hrærður kaldranaleg aðgerðalaus dásamlegt fastheldin H hróðug kraftlaus andvaralaus dauðhræddur fagnandi hryggur harmþrunginn kærulaus afbrýðisamur depurð friðlaus hrifin hnípin kátur arfavitlaus drambslega forhertur heillaður hvetjandi krumpin alsæl dasaður fegin hugfanginn hvumpinn klökkur athugull dapurleg fjörugur heimskt háðsk kvíðalaus Á E fráhrindandi himinlifandi hæðinn kaldhæðin árásargirni einmana forvitin huglaus hreykin L áhyggjufull ergileg fokillur hissa höfugur latur áfjáður eftirvæntingarfullur fokreið hughraust hjárænuleg lukkuleg ánægð eitrað fælinn hatursfull hæverskur lítilsvirðing ástúðlegur eirðarlaus framlág hneykslaður heilbrigð ljúfmannlegur álitleg efnilegur fúll hrelld hreinskilinn leiðinleg ástríkur einræn fáskiptin hræddur I lítilfjörlegur áhyggjulaus efins fróðleikfús hræðilegur illur lömuð áreiðanleg eflast G hress illvíg leiður B eyðilagður gramur hjálparlaus innblástur lætur sér á sama standa bitur endurnærð gáttuð hjartahlýr illa fyrir kallaður lífleg

9. bekkur | 1. HLUTI 47 léttur niðurlútur rólegt styrk tregur vesæll lokuð náin ráðvilltur smámunarsöm tvístígandi vingjarnlegur lítilmótlegur niðurlægjandi ringluð sorgbitinn tregafullur viðbjóður lúin nærgætinn reiðigjarn spaugsöm U vinsæl ljómandi natin reið spurull uppnumin vökull léttur O rislágur skömmustuleg undirleitur Y lokuð ofsahræddur, raunaleg sneypulegur uppvæg yfirspennt lítilmótlegur opin S spæld uppstökkur yndislegur lúin Ó sinnulaus skapstyggur umhyggjusöm Þ ljómandi ójafnvægi skapstórt sakbitin undrandi þunglyndur lummulegur ógeðslegt smeykur slitinn uppburðarlítill/laus þjökuð lítilmannlegur óframfærinn spennt stolt uppspennt þrumulostinn ljúf óróleg sár stórbrotinn upp með sér þrúguð M ógurlegur stórfenglegt stórkostleg uppgefinn þakklátur meyr óð skelkaður skínandi utanveltu þakkarskuld mæðuleg óskemmtilegur skelfingu lostin stúrinn Ú þreytt meinyrtur óánægð skelfdur súrt úthvíldur þróttlaus móðursjúk ósáttur skapvond sorglegur útslitin Æ móðgaður óæðri skammarlegur syfjuð út undan ævintýragjörn miður sín óstyrk svekkt særður V æstur mild óvirkur skemmtilegur sliguð vandræðalegur æfur miskunnsamur óttaslegin samansaumuð sáttur vonsvikin Ö misskilin óhuggandi skapgóður seinþreytt Ú örugg minnimáttar óþolinmóður sorgleg smáður úthvíldur örvæntingarfullur meinlegur óhamingjusöm samstillt T útslitin önug magnast ótrauður snubbóttur taugaspenntur út undan örlyndur N ófús særð tilfinningasöm V öfundsjúk notaleg óviss skapþungur tilfinningalaus vandræðalegur örvandi nískur óöruggur samúðarfull tortrygginn vonsvikin örmagna niðurdrepandi óþægilegur strekktur tómlátur vitlaus Ei niðurbeygð P svartsýn taugastrekkt viðkvæmur eirðarlaus N pirraður spakur tvíráður viðfelldin Au notaleg pottþéttur sjálfumglöð tryllt af hræðslu viðkunnanlegur auðvirðulegur nískur púkó sleginn tíkarlegur vænleg aum niðurdrepandi R snortin traust vantrúaður auðmýktur niðurbeygð ragur sjálfsöruggur tryggur vond aumkunarverð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=