Ég heiti Grímar

6 kafli 2 Lykt Ég er samt dálítið ringlaður. Ég er það oft þegar ég vakna. En það skiptir ekki máli. Ég er kátur. Ég finn að ég er á réttum stað. Nú hef ég safnað kröftum og orku sem ætti að endast mér lengi. Ég horfi í kringum mig og hugsa um lykt sem gæti verið í svona herbergi. Kannski lykt af tjöru? Nei, líklega ekki. En kannski lykt af fiski eða reyktu kjöti? Ég sleiki varirnar og sýg upp í nefið. Ég sakna þess að finna ekki lykt. Ég sakna þess að finna ekki bragð. Ég finn bara lykt af minningum í höfðinu. Sú lykt er ekki alltaf góð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=