Ég heiti Grímar
5 kafli 1 Dauðar flugur Sólin skín beint framan í mig þegar ég vakna. Ég píri augun og færi mig undan ljósinu. Mér er illa við birtuna. Svo teygi ég úr mér. Um leið ýti ég óvart við dóti sem stendur á gólfinu. Stór kassi með bókum veltur og rykið dansar í geislunum. Ég sest upp og litast um. Herbergið er undir súð. Það gæti verið geymsla. Í hillum er alls kyns dót og á gólfinu standa kassar í stöflum. Ég er vanur því að sjá skrýtna hluti. Ég er líka fljótur að læra og skilja. Herbergið er greinilega ekki mikið notað. Í gluggakistunni liggja dauðar flugur.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=