Ég heiti Grímar

49 Ég hef ekki gengið í skóm síðan ég lagði af stað á heiðina. Ég var vanastur því að ganga berfættur. Þessir skór eru ekki líkir þeim sem ég missti í snjónum. Það voru slitnir skór úr vondu skinni. Ég hef aldrei átt svona fína skó. Ég roðna. Auðvitað á virðulegur draugur að ganga aftur á fínum skóm! Þegar ég er búinn að þramma svolítið um á skónum, sný ég mér að bréfinu. Það er mjög langt. Ég er allan daginn að lesa bréfið. Ég er þreyttur og ergilegur þegar ég loks er hálfnaður. Ég get ekki lesið hvert orð en ég gefst ekki upp.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=