Ég heiti Grímar
47 kafli 16 Pakki Ég er hálf viðutan í nokkra daga. Ég vafra eins og blindur um húsið og kem engu í verk. Ég fer hjá mér þegar ég hugsa um stelpuna. Öll orka mín fór í að skrifa og sanna fyrir henni að ég væri til. Að ég væri hvorki stráksi né draugsi, heldur virðulegur draugur með alvöru nafn. Ég hefði frekar átt að spara kraftana, hafa hægt um mig og ljúka verkinu. Þegar ég kem inn í herbergi stelpunnar er búið að tína pappírana saman. Það hangir bara ein örk með fótspori uppi á veggnum yfir skrifborðinu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=