Ég heiti Grímar
46 Það er með herkjum að ég giska á hvað stendur í einni línunni: 24. september: Draugsi brýtur glugga. D R A U G S I ! Kallar hún mig draugsa ? Er ég ekki nógu kröftugur til þess að mega heita draugur? Eða vofa eða afturganga? Ég heiti Grímar og ég er draugur! Ég kann að skrifa nafnið mitt. Ég tek blýant og skrifa eins vel og ég get á blaðið: J E H E T i G R íM A R Ég er úrvinda eftir að skrifa þessi orð. Ég hef ekki krafta í meira í dag. Blýanturinn er brotinn og blaðið gatað og krumpað. En ég er ánægður. Það skal enginn kalla mig draugsa!
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=