Ég heiti Grímar

36 kafli 12 Húsið Í húsinu er æ meira pískrað og nöldrað. Sumir eru tortryggnir. Nágrannar ásaka hver annan um hnupl og hrekki. Það er kvartað undan hávaða og látum frá íbúð númer fimm. Ég sé að móðirin er áhyggjufull. Hún vakir stundum á nóttunni. Sumir láta eins og þeir verði ekki varir við neitt. Þeir forðast hina sem kvarta. Þannig virðist það vera með afkvæmið. Aðrir eru hræddir. Karlinn í risíbúðinni hefur verið órólegur síðan ég veifaði honum fyrsta daginn minn í húsinu. Hann sækir meira að segja prest!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=