Ég heiti Grímar

34 Kirkjugarðurinn er friðsæll og fullur af fólki. Dánu fólki. Ég lyfti hattinum fyrir eldri konum og þær hneigja höfuð á móti. En ég á ekki heima hér. Beinin mín komust aldrei í svona fínan garð. Ég ráfa þrönga stíga á milli leiða en mér dettur ekkert í hug. Er ég að missa kjarkinn? Eru það ekki örlög mín að ofsækja afkomendur bóndans um alla eilífð? Hvað um móður mína og litlu systur mínar? Á ég að gleyma fortíðinni? Eiga þær ekki skilið að ég hefni þeirra?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=