Ég heiti Grímar

26 kafli 9 Afkvæmið Ég er á vappi um húsið allan daginn. Þegar kvöldar fjölgar fólkinu. Krakkar koma með töskur á baki og öxlum, konur og karlar bera lítil börn í fanginu eða poka fulla af vörum. Ég fylgist vel með öllum sem koma inn. Stundum langar mig til að bregða fæti fyrir einhvern en ég held aftur af mér. Ég bíð eftir þeim rétta. Það er farið að rökkva þegar ég heyri dyrnar opnast. Ég hrekk upp því ég hef látið hugann reika. En nú finn ég hárin rísa: Afkvæmið er mætt. Ég finn taugar vakna af dvala, spennast og titra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=