Ég heiti Grímar
24 Ég mætti kannski vera svolítið virðulegri. Ég skoða fötin mín: þau má laga. Mig vantar hatt. Og frakka. Og staf! Ég fer um húsið og máta flíkur sem ég finn. Furðuleg föt! Loks finn ég frakka og hatt. Og meira að segja skrýtinn staf! Ég skammast mín ekkert fyrir að taka fötin. Ég get alltaf skilað þeim aftur. Það virðast allir eiga meira en nóg. Einhver á eftir að leita svolítið að frakkanum sínum. En ekki lengi. Svona týnast hlutir! Ég horfi ánægður á spegilmyndina. Ég er tilbúinn. Nú þarf ég bara að finna rétta fórnarlambið …
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=