Ég heiti Grímar
22 Systur mínar þagna. Þær eru hættar að kjökra. Hungrið gerði þær máttlausar. Ég finn ekki lengur fyrir fótunum. Ég er búinn að týna skóm og sokkum í snjónum og staulast áfram berfættur. Ég finn ekki lengur til. Þegar móðir mín hnígur niður legg ég þær allar þétt saman. Ég hjúfra mig upp að þeim og vona að storminn lægi. Ekki sofna! Lifðu móðir! Lifið systur! Ég ætla að hrópa nöfnin þeirra en röddin er frosin í hálsinum. Það síðasta sem ég geri er að bölva níska bóndanum.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=