Ég heiti Grímar

13 Ég flýti mér út að glugganum og horfi niður í garðinn. Karlinn hraðar sér frá húsinu. Úti við götuna hikar hann og lítur upp. Ég set báðar hendurnar á rúðuna og horfi niður til hans. Svo veifa ég. Þá fölnar karlinn og tekur svo mikið viðbragð að hann hrasar inn í runna. Ég skellihlæ en karlinn bröltir á fætur. Hann staulast út um hliðið og hleypur burt. Það mætti halda að hann hafi séð draug!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=