Ég heiti Grímar

10 B r a k … b r a k … b r a k – b r a k – b r a k … Ég sé og finn að ég á ekkert sökótt við karlinn. Hann deplar augunum og hnyklar brýrnar. Svo fikrar hann sig aftur niður stigann. Hlerinn lokast og fótatakið fjarlægist. Ég dæsi. Þetta var nú ekkert spennandi. Ég spígspora fram og til baka um gólfið og finn fjölina sem brakar mest í. Þar tvístíg ég nokkra stund: En það þarf greinilega eitthvað meira til að hrella karlinn. Ég ýti við kassa sem stendur svolítið tæpt uppi á hillu. Og þá tekst mér að búa til læti!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=