Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 23 Geimurinn og tíminn Reiknaðu hversu lengi þú ert að ferðast til ákveðinna staða í geimnum. Notaðu töfluna hér við hliðina. Bíll getur farið hraðast 150 km/klst. Hraðskreið þota fer 900 km/klst. Ljósár er mælieining fyrir fjarlægð og er eitt ljósár 9.46 x 10¹ 2 km. Ljóshraði (c) er 99.792.458 m/sek, 300.000 km/s eða 1.080.000.000 km/klst eða rúmlega milljarður kílómetra á klukkustund. Þegar útreikningarnir eru tilbúnir má strengja band þvert yfir stofuna eða stærra svæði. Bandið er svo kvarðað með viðeigandi hætti, best er að leyfa nemendum að finna það út. Að því loknu er hægt að finna myndir af geimfyrirbærunum í töflunni og klemma þau á bandið á réttum stöðum með þvotta- eða bréfaklemmu. Með því móti fæst góð, sjónræn og skemmtileg mynd af fjarlægðunum í alheimi. 4.2 Þróun alheimsins Lykilhugtök: • jarðmiðjukenning • sólmiðjukenning • Miklihvellur • geimþoka Sönnunargögn benda ótvírætt til þess að alheimurinn hafi orðið til við Miklahvell fyrir um 13,8 milljörðum ára. Það er þó ekki langt síðan annarri kenningu var haldið á lofti. Í upphafi 20. aldar naut sístöðukenningin nokkurra vinsælda þar sem því var haldið fram að alheimurinn væri óbreytanlegur og stöðugur. Kenningin útskýrði ekki mælingar öfugt við Miklahvellskenninguna sem varð þar af leiðandi ofan á. Með nýrri vitneskju breytist heimsmynd mannanna. Verklegt/sýndartilraunir Þegar kennt er um alheiminn er mikilvægt að leyfa forvitni nemenda að ráða för. Verkefnið þar sem nemandi fær að velja sér fyrirbæri í geimnum til að fjalla um á því vel við hér. Verkefni sem slíkt getur verið stórt eða lítið og skilaformin eins mörg og hugmyndaflug kennara nær yfir. Miklahvells tímavélin ferðast með þér aftur að upphafi alheimsins: http://resources.schoolscience.co.uk/PPARC/bang/bang.htm 4. Alheimurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=