Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 22 Verklegt/sýndartilraunir Á vef NASA má finna aragrúa verkefnahugmynda um alheiminn: https://spaceplace.nasa.gov/menu/space/ Dæmi um verkefni sem hér mætti bæta við er að fara út og skoða stjörnur. Ekki þarf mikið til. Handsjónauki dugir til að sjá margt, til dæmis Andrómeduþokuna, nálægustu vetrarbrautina við okkur í geimnum og stjörnumyndunarsvæði eins og Sverðþokuna í Óríon. Hér væri hægt að nota bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna þar sem er að finna stjörnukort sem hjálpar bæði nemendum og kennurum að finna áhugaverð fyrirbæri á himni. Það jafnast fátt á við að sjá fyrirbærin með eigin augum. Um að gera að hvetja nemendur til að reyna að taka myndir af himninum líka, finna góða staði til stjörnuskoðunar og þannig vekja þau til umhugsunar um ljósmengun. Á vefnum stjörnufræði.is má finna stjörnukort fyrir himininn yfir Íslandi á rauntíma fyrir sig. CERN er evrópska kjarnorkurannsóknarstöðin. Þar vinna eðlisfræðingar hörðum höndum að því að skilja eðli alheimsins. Þeir eru með góða heimasíðu og meira að segja nokkra leiki. https://home.cern/ http://www.cernland.net/ 4. Alheimurinn Plánetur og fyrirbæri í alheimi Fjarlægð frá Jörðu (ljósár) Tími á ljóshraða Tunglið 0,000000038 1,1991888 sekúndur Sólin 0,000016 8,41536 mínútur Merkúríus 0,0000095 4,99662 mínútur Venus 0,00000476 2,5035696 mínútur Mars 0,0000076 3,997296 mínútur Júpiter 0,0000666 35,028936 mínútur Satúrnus 0,000135 1,18341 klst. Úranus 0,000285 2,49831 klst. Neptúnus 0,00046 4,03236 klst. Plútó 0,0006183 5,4200178 klst. Alpha Centauri 4,27 4,27 ár Sirius 8,7 8,7 ár Arcturus 36 36 ár Pleiades Cluster 400 400 ár Betelgeuse 520 520 ár Miðja vetrarbrautarinnar 38.000 38.000 ár Magellan skýin 150.000 150.000 ár Andrómeda vetrarbrautin 2.200.000 2.200.000 ár
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=