Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 21 Kennsluleiðbeiningar Eðlisfræði 3 FJÓRÐI KAFLI: ALHEIMURINN Stjörnur eru af ýmsum stærðum og gerðum i alheiminum. Alheimurinn er svo stór að það getur reynst erfitt að átta sig á óumræðanlegri stærð hans. Aðalvefurinn, sem gæti í raun séð um mest af kennslu næstu tveggja kafla, er íslenskur stjörnufræðivefur, stjörnufræði. is. Þar er hægt að finna upplýsingar um næstum hvað sem er sem tengist Jörðinni og alheiminum. Einfaldaðar útgáfur sama efnis má finna á systursíðunni geimurinn.is . Á þeirri vefsíðu er einnig verkfærakista. Nálgun: Stærð alheimsins virðist vera svo óendanleg að það er gott að setja hann í samhengi. Í þessu stutta myndbandi er stærð nokkurra fyrirbæra geimnum gerð skil: https://www.youtube.com/watch?v=HEheh1BH34Q Stjörnuskoðun er skemmtilegt áhugamál sem gaman er að vekja áhuga á. Það er hægt með margvíslegu móti. Hubble geimsjónaukinn er t.d. með síðu með fjölda skemmtilegra ljósmynda og staðreynda um geiminn: http://hubblesite.org/ Krossglíma er aðferð til virks lesturs sem gott er að nota þegar nemendur lesa kaflann. Krossglíma er það kallað þegar lykilhugtak er skrifað lóðrétt á blaðsíðu og stafir orðsins síðan notaðir til að glósa lykilhugtökin lárétt . Athugið að svör við verkefnum kaflans, ásamt kaflaprófum, eru á læstu svæði kennara á www.mms.is . Verkefni/verklegt: Ýmis forrit eru til sem sýna alheiminn og fyrirbæri hans. Þar má helst nefna Skyview fyrir Apple og Sky map fyrir Android. stellarium.org er hugbúnaður í hefðbundnar tölvur og hefur þann kost að vera á íslensku. Öll forritin eru ókeypis. Samþættingarhugmyndir: Verkefni um alheiminn er hægt að samþætta með ýmsum greinum. T.d samfélagsfræði, heimspeki, stærðfræði og að sjálfsögðu íslensku. Efni kaflans: Kaflanum er skipt í tvo undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Gott er að nefna að aftast í kaflanum, á bls. 117, er samantekt úr honum í punktaformi sem nýtist vel þegar farið er yfir innihald kaflans. Áopnunni þar fyrir aftan er lokahnykkurinn, semeru spurningar úr öllu efni kaflans og nýtast semupprifjunarspurningar úr öllum kaflanum. 4.1 Stjörnur og vetrarbrautir Lykilhugtök: • samruni • ljósár • tvístirni • vetrarbraut Jörðin okkar er þriðja reikistjarnan frá sólu. Hún er fimmta stærsta reikistjarna sólkerfisins. Væri sólin hol að innan kæmust meira en milljón Jarðir fyrir í henni. Jörðin er jafn gömul sólkerfinu, um 4,6 milljarða ára gömul. Á vefnum stjörnufræði.is er mikið af upplýsingum um stjörnufræði, stjörnuskoðun og margt fleira. Þeir eru til dæmis með fræðslusíður um Jörðina. Fyrri tengillinn geymir ítarlegar upplýsingar en seinni tengillinn er á síðuna geimurinn.is , þar sem efnið er aðeins einfaldað fyrir yngri börn: https://www.stjornufraedi.is/solkerfid/jordin/ http://www.geimurinn.is/stjornuskodun/jordin/ 4. Alheimurinn

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=