Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 19 Verklegt/sýndartilraunir Bolti í bandi Með því að festa band um bolta og sveifla honum í kringum sig má gefa góða mynd af þeim kröftum sem eru að verki í sólkerfinu okkar. Þyngdarkrafturinn virkar í raun eins og bandið sem heldur boltanum á sínum stað. Stærðarhlutföll sólkerfisins Til að átta sig á stærðum sólkerfisins er gott að leyfa nemendum að fletta upp stærðum á fyrirbærum þess. Það má síðan ákveða að Jörðin hafi stærðarhlutfallið 1. Síðan er hægt að reikna hversu stórt hlutfall af Jörðinni hinar reikistjörnurnar og sólin eru. Upplýsingarnar má allar fá af stjörnufræðivefnum: https://www.stjornufraedi.is/alheimurinn/solkerfid-okkar/ Á síðunni interactives sites for education er mikið magn af gagnvirkum æfingum. Tengillinn hér fyrir neðan tengir á allmargar gagnvirkar æfingar og sýndartilraunir um sólkerfið: http://interactivesites.weebly.com/solar-system.html Skemmtilega uppsettur fræðsluvefur nasa um sólkerfið: https://solarsystem.nasa.gov/kids/index.cfm# gagnvirkt líkan af sólkerfinu: http://www.solarsystemscope.com/ Sýndartilraun þar sem maður getur smíðað eigið sólkerfi: https://phet.colorado.edu/sims/my-solar-system/my-solar-system_en.html Hvað stjórnar því hvernig hlutir lenda á sporbaug í kringum hnött? https://interactives.ck12.org/simulations/physics/space-station/app/index.html?referrer=ck12Launcher&back- Url =https://interactives.ck12.org/simulations/physics.html 3. Sólkerfið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=