Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 18 Efni: Ljósgjafi Hvítar frauð- eða vattkúlur (helst ein á mann) Blýantur, eða eitthvað annað til að festa kúlurnar á Nægt pláss til að nemendur geti hreyft sig um stofuna Framkvæmd: Kúlan er tunglið og nemendur sjálfir eru Jörðin. Nef þeirra er skólinn þeirra. Ljósgjafanum er komið fyrir í miðju stofunnar. Önnur ljós eru slökkt. Byrjið á því að láta nemendur snúa sér þannig að ljósinu að það sé hádegi hjá þeim. Leyfið nemendum endilega að finna þetta út sjálfir (það gera þeir með því að snúa nefinu beint að sólinni). Næst eiga þeir að snúa þannig að það sé miðnætti hjá þeim (það gera þeir með þvi að snúa bakinu í ljósgjafann). Því næst eru nemendum afhentir tunglpinnarnir sem þeir halda í armslengd frá sér. Kennari sýnir hvernig tunglið fer í kringum Jörðina frá hægri til vinstri. Þegar nemendur gera eins sjá þeir hvernig lýsingin á kúluna breytist alveg eins og kvartilaskipti tunglsins. Kennari fer í gegnum kvartilaskiptin með nemendum. Nýtt tungl er þegar tunglið er á milli Jarðar og sólar. Hálft tungl er þegar tungl, Jörð og sól mynda horn. Fullt tungl er þegar Jörðin er á milli tungls og sólar. Gott er að minnast á að tunglið snýr alltaf sömu hlið að Jörðinni, en Jörðin ekki alltaf sömu hlið að tunglinu. Spurning eins og „af hverju er ekki alltaf sólmyrkvi þegar það er nýtt tungl?“ gæti komið. Svarið við henni er að braut tunglsins um Jörðina hallar örlítið svo oftast fer tunglið yfir sólina eða undir hana frá okkur séð svo skuggi þess fellur ekki á Jörðina. Myndbandið hér fyrir neðan sýnir nákvæmlega hvernig farið er að því að skoða kvartilaskiptin með tunglpinna: https://www.youtube.com/watch?v=wz01pTvuMa0&t=104s Wikihow er með skemmtilegar leiðbeiningar um hvernig hægt er að útbúa kort með kvartilaskiptum tunglsins: http://www.wikihow.com/Make-a-Moon-Phases-Chart Lentu á tunglinu með þessari skemmtilegu sýndartilraun: https://phet.colorado.edu/sims/lunar-lander/lunar-lander_en.html Getum við séð hvað klukkan er með því að skoða tunglið? https://interactives.ck12.org/simulations/physics/phases-of-the-moon/app/index.html?referrer=ck12Launcher&- backUrl =https://interactives.ck12.org/simulations/physics.html 3.3 Sólkerfið Lykilhugtök • sólblettur • ljóshvolf • sólstrókur • sólkóróna • reikistjarna • smástirni • dvergreikistjarna • halastjarna • reikisteinn • loftsteinn • hrapsteinn Sólkerfi samanstendur af sólstjörnu og reikistjörnum sem snúast í kringum hana auk annarra smástirna. Sólkerfið okkar inniheldur meðalstóra stjörnu, reikistjörnur sem snúast í kringum sólina, smástirni, halastjörnur og dvergreikistjörnur. Þyngdarkraftur sólarinnar sér til þess að öll þessi fyrirbæri haldast á brautum sínum, sem allar fara í kringum sólina. 3. Sólkerfið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=