Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 17 Framkvæmd Boltinn táknar jörðina. Límið minnismiða þar sem Ísland er á hnettinum (og jafnvel líka til að tákna norður- og suðurpól. Nemendur mynda þéttan hring í kringum einn nemenda sem heldur á ljósgjafa. Boltinn er svo látinn ganga hringinn á meðan ljósgjafinn gætir þess að lýsa alltaf á boltann. Sólin lýsir jú alltaf í allar áttir. Á meðan boltinn fer hringinn getur hver nemandi hallað honum og prófað svo að snúa honum aðeins. Maður sér ansi vel hvernig sólin skín minnst á þann flöt sem hallar frá sólu en mest á þann flöt sem hallar að sólu. Svona tilraun getur einnig nýst til að útskýra dag og nótt (sólarhring) og ár. Árstíðahermir: https://www.khanacademy.org/science/cosmology-and-astronomy/earth-history-topic/earth-title-topic/p/season- simulator Myndband sem útskýrir möndulhalla og árstíðir: https://www.youtube.com/watch?v=vDgUmTq4a2Q Einföld útskýring á árstíðum frá NASA: https://spaceplace.nasa.gov/seasons/en/ 3.2 Tunglið – næsti nágranni okkar Lykilhugtök • tunglmánuður • ljóssekúnda • bundinn snúningur • tunglskin • sjávarföll • kvartilaskipti • tunglmyrkvi • sólmyrkvi Tunglið er fylgihnöttur Jarðarinnar. Tunglið togar í Jörðina af það miklum krafti að vatn á yfirborði Jarðarinnar hreyfist. Þetta þekkjum við sem flóð og fjöru. Tunglið snýst í kringum Jörðina á 28 dögum. Mánuður er því hugtak sem kennt er við mánann. Tunglið er jafnlengi að snúast um sjálft sig og að ganga einn hring um Jörðina og því snýr alltaf sama hliðin að Jörðinni. Verklegt/sýndartilraunir Tunglpinni Við sjáum ekki alltaf allt tunglið. Kvartilaskipti þess orsakast af því að á öllum stundum er helmingur tunglsins upplýstur, alveg eins og það er dagur öðrum megin á Jörðinni og nótt hinum megin. Það er síðan háð því hvar á braut sinni um Jörðina tunglið er hve stóran hluta af upplýstu hliðinni við sjáum. Þegar tunglið er nýtt er það milli Jarðar og sólar. Eins og við sáum í sólmyrkvanum 2015 snýr þá næturhlið tunglsins að okkur. Hinum megin er dagur. Sá sem stæði á tunglinu þá sæi fulla Jörð. Þegar tunglið er hálft mynda sól, Jörð og tungl 90 gráðu horn eða nokkurs konar L í geimnum. Þá sjáum við helminginn af deginum og helminginn af nóttinni á tunglinu. Á mörkunum er annaðhvort morgun eða kvöld, fer eftir því hvort tunglið er vaxandi eða minnkandi. Á fullu tungli eru sól, Jörð og tungl í beinni línu. Öll daghliðin er upplýst frá okkur séð en nótt á fjærhliðinni. Þessi æfing hjálpar nemendum að öðlast skilning á því að kvartilaskipti tunglsins stjórnast af stöðu tungls, Jarðar og sólar. 3. Sólkerfið
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=