Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 16 Samþættingarhugmyndir: Einfalt er að samþætta verkefni úr stjörnufræði öðrum námsgreinum. Það er til dæmis frábært stærðfræðiverkefni að láta nemendur reikna út stærðarhlutföll í sólkerfinu og útbúa líkan. Íslensku er hægt að samþætta með því að leyfa nemendum að lesa texta um sólkerfið og leysa lesskilings-, stafsetningar- og málfræðiverkefni úr textanum. Einnig er hægt að skrifa heimildaritgerðir. Slík verkefni má einnig samþætta öðrum tungumálum, því heimildir á netinu eru mjög oft á ensku. Efni kaflans: Kaflanum er skipt í þrjá undirkafla og eru kennsluleiðbeiningarnar skipulagðar með sama hætti. Aftast í hverjum kafla eru spurningar ásamt hugtökum sem nemendur skilgreina. Aftast í kaflanum, á bls. 96-97, er samantekt úr kaflanum í punktaformi sem nýtist vel þegar farið er yfir innihald kaflans. Á opnunni þar fyrir aftan er lokahnykkurinn, sem eru spurningar úr öllu efni kaflans og nýtast þær sem upprifjunarspurningar úr öllum kaflanum. Aftarlega í bókinni, á bls. 20 eru ýmsar töflur og m.a. tafla með yfirlitsupplýsingum um allar reikistjörnurnar. 3.1 Jörðin reikistjarnan okkar Lykilhugtök: • sólarhringur • hlaupár • tímabelti • sumarsólstöður • vetrarsólstöður • vorjafndægur • haustjafndægur • miðnætursól Jörðin okkar er þriðja reikistjarnan frá sólu. Hún er fimmta stærsta reikistjarna sólkerfisisns. Væri sólin hol að innan kæmust meira en milljón Jarðir fyrir í henni. Jörðin er jafn gömul sólkerfinu, um 4,6 milljarða ára gömul. Á vefnum stjörnufræði.is er mikið af upplýsingum um stjörnufræði, stjörnuskoðun og margt fleira. Þeir eru til dæmis með fræðslusíður um Jörðina. Fyrri tengillinn geymir ítarlegar upplýsingar en seinni tengillinn er á síðuna www.geimurinn.is þar sem efnið er aðeins einfaldað fyrir yngri börn: https://www.stjornufraedi.is/solkerfid/jordin/ http://www.geimurinn.is/stjornuskodun/jordin/ Verklegt/sýndartilraunir Jarðarboltinn er til í mörgum skólum. Ef hann er ekki til má nálgast hann hjá stjörnufræðivefnum. Tengillinn hér fyrir neðan er á síðu jarðarboltans hjá stjörnufræðivefnum. Þar má finna verkefnabók með boltanum. Verkefnin má vel útfæra fyrir nemendur á unglingastigi https://www.stjornufraedi.is/fyrir-kennara/jardarboltinn/ Árstíðirnar og möndulhalli Á Jörðinni eru árstíðir. Fólk sem býr næst pólunum (eins og við á Íslandi) finnur mest fyrir þeim. Hér eru fjórar afmarkaðar árstíðir. Vetur, sumar, vor og haust. Það sem veldur þessum árstíðum er möndulhalli Jarðar. Þessa einföldu æfingu er hægt að nota til að öðlast skilning á möndulhalla Jarðar. Efni bolti minnismiðar ljósgjafi (pera, lampi) 3. Sólkerfið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=