Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar

Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 15 Kennsluleiðbeiningar Eðlisfræði 3 ÞRIÐJI KAFLI: SÓLKERFIÐ Jörðin okkar er eins og agnarsmátt sandkorn í alheiminum. Sólkerfið okkar er eitt af óteljandi sólkerfum alheimsins. Við getum slumpað á fjölda þeirra því í alheiminum er takmarkað magn af efni og því endanlega mörg sólkerfi. Í alheiminum eru að minnsta kosti 2x10^22 stjörnur — fyrir hvert eitt sandkorn á strönd eru að minnsta kosti 10.000 stjörnur. Ef allar stjörnur hafa sólkerfi er það fjöldi sólkerfa í alheiminum. Til að átta sig á stærð sólkerfisins og jafnvel sólkerfisins okkar í alheimi er gott að horfa á myndbönd með nemendum. Það eru ansi mörg til um þetta efni en myndbandið sem hér er bent á kemur frá traustum aðila og er vandað og gott. Það er frá National Geographic og fjallar aðallega um myndun sólkerfisins: http://video.nationalgeographic.com/video/101-videos/solar-system-sci Þegar sólkerfið er skoðað sem heild eru til margar góðar síður með gagnvirkum fróðleik sem gaman er að leika sér með. NASA heldur úti nokkrum góðum fræðslusíðum. Síðan hér fyrir neðan er yfirlitsvefur um sólkerfið: https://solarsystem.nasa.gov/planets/solarsystem Aðalvefurinn til notkunar við kennslu kaflans er svo íslenskur vefur, stjörnufræði.is . Þar er hægt að finna upplýsingar um næstum hvað sem er sem tengist jörðinni í alheimi. Einfaldaðar útgáfur sama efnis má finna á systursíðunni geimurinn.is . Á þeirri vefsíðu er einnig verkfærakista fyrir kennara. Á náttúrutorgi er einnig nokkuð gott tenglasafn sem tengist stjörnufræði: http://natturutorg.is/tenglasafn/jardvisindi/ Kaflinn hefst á umfjöllun um Jörðina og stöðu hennar í himingeimnum. Gefur skýringar á árstíðum á jörðinni, sólarhring og tímabeltum. Næst skoðum við tunglið og áhrif þess á Jörðina, kvartilaskipti þess og hvað gerist þegar það skyggir á sólina. Að lokum er sólkerfið skoðað í heild sinni. Fyrirbæri þess nefnd og stuttlega útskýrð. Nálgun: Er eitthvað betra í kennslu um sólkerfið en að fara út og horfa til himins? Á Stjörnufræðivefnum https://www.stjornufraedi.is eru í hverjum mánuði sett inn stjörnukort af himninum auk upplýsinga um plánetur og tunglið. Finna má upplýsingar um sólarupprás og sólsetur https://www.stjornufraedi.is/ solkerfid/solin/solin-i-dag/ , tunglris og tunglsetur https://www.stjornufraedi.is/solkerfid/tunglid/tunglid-i-dag og norðurljósaspá h ttps://www.stjornufraedi.is/stjornuskodun/naeturhimininn/nordurljosaspa — allt upplýsingar sem geta hjálpað nemendum að kynnast himninum. Þar birtast ennfremur fréttir um nýjustu uppgötvanir í stjörnufræði og forvitnilega atburði á himninum sem hægt er að vekja athygli nemenda á. Bókin bókin Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna er mjög hentug þegar farið er út að skoða stjörnurnar. Bókin er til á flestum bókasöfnum. Í henni er sagt frá því hvað hægt er að sjá á tunglinu, reikistjörnum og öðrum fyrirbærum með litlum handsjónaukum og stjörnusjónaukum. Athugið að svör við verkefnum kaflans, ásamt kaflaprófum, eru á læstu svæði kennara á www.mms.is . Verkefni/verklegt: Kennslu um sólkerfið er hægt að gera mjög lifandi og skemmtilega. Hægt er að vinna einföld verkefni með líkön af plánetum, tungli og Jörð. Með ljósaperu, blýanti og filtkúlu er hægt að skoða kvartilaskipti tunglsins. Kennslustofan á heldur ekki að vera eini vettvangur stjörnufræðikennslu. Himingeiminn er hægt að skoða með því að ganga út úr skólabyggingunni. Venus sést mjög oft á himni og gaman er að fylgjast með kvartilaskiptum tunglsins meðan á kennslu um það stendur. Sýndartilraunir geta einnig reynst mjög vel við að útskýra og skoða fyrirbæri geimsins. 3. Sólkerfið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=