Eðlisfræði 1, 2 og 3 - Kennsluleiðbeiningar
Kennsluleiðbeiningar – Eðlisfræði 3 13 2.3 Óendurnýjanlegir orkugjafar Lykilhugtök • óendurnýjanlegur orkugjafi • gróðurhúsaáhrif • jarðefnaeldsneyti Óendurnýjanleg orka kemur frá orkugjöfum sem endurnýja sig ekki sjálfir, heldur er gengið á þá og að lokum klárast þeir. Dæmi um óendurnýjanlega orkugjafa er kol og olía. Kjarnorka er í raun óendurnýjanleg, því hún nýtir úran sem er óendurnýtanlegt. Hér eru tvö stutt myndbönd um gróðurhúsaáhrif sem verða að stórum hluta til sökum of mikillar notkunar manna á jarðefnaeldsneyti. Það fyrra útskýrir áhrifin með ljósmyndum en það síðara er teiknað og því fylgja ítarlegar skýringarmyndir og það fer nánar í efnafræði gróðurhúsalofttegunda: https://www.youtube.com/watch?v=BPJJM_hCFj0 https://www.youtube.com/watch?v=sTvqIijqvTg Verklegt/sýndartilraunir Globalis er gagnvirkur heimsatlas þar sem hægt er að fá kort og gröf að eigin óskum. Tilgangur Globalis er að bregða ljósi á hvað er líkt og ólíkt í samfélagi manna og hvernig við höfum áhrif á hnöttinn, óstudd, en einnig með aðstoð. Síðan á slóðinni hér fyrir neðan fjallar um endurnýjanlega og óendurnýjanlega orku í heiminum: http://www.globalis.is/THemu/Orka-og-audlindir/1.-Endurnyjanleg-og-oendurnyjanleg-orka Síða og leikur um endurnýjanlega og óendurnýjanlega orkugjafa. Síðan Nasa climate kids býður upp á mjög marga möguleika í kennslu. Bæði fyrir yngri og eldri börn: https://climatekids.nasa.gov/power-up/ Sýndartilraun um gróðurhúsaáhrif: https://phet.colorado.edu/en/simulation/greenhouse . 2. Orkuöflun heimsins
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=